13.05.2011 06:44

Minningargrein um Osama

709. Sverrir Stormsker er sjálfum sér líkur á blokki sínu, en hann ritaði þar minningargrein um Osama bin Ladin. Í sjálfu sér kemur þar ekkert á óvart, en það er samt allaf jafn erfitt að slíta sig frá orðaleikjum og neðanbeltishúmor Sverris hvort sem manni líkar það sem fyrir augu ber eða ekki. Til að gefa svolítitla innsýn í málið eru sýnishornin hér að neðan ættuð af umræddri síðu. 

"Ástkær eiginmaður okkar, faðir, bróðir, sonur, bróðursonur, mágur og kviðmágur, Osama bin Laden andaðist á heimili sínu árla morguns mánudaginn 2. maí. Dánarorsökin var blýeitrun." 

"Af hverju hann af öllum góðum mönnum? Why?! Hvar er réttlætið? Hvert er eiginlega þessi heimur að fara? Ertu þá farinn? Ertu þá farinn frá mér? Hvar ertu núna? Hvert liggur mín leið? Hvert er stærsta stöðuvatn Ástralíu? Afhverju er himininn blár? Hvað er klukkan?

Mörgum spurningum er ósvarað í þessum heimi." 

"Óvinir hans sprungu yfirleitt úr einhverju öðru en hlátri." 

"Ýmsum þótti hann ganga full langt í að sannfæra heimsbyggðina um að Bandaríkin væru heimsveldi hins illa. Þar þurfti engra sannana við. Víetnamstríðið eitt og sér ætti að nægja sem vitnisburður - svo ekki sé minnst á Britney Spears og Justin Bieber." 

"Síðustu æviárin bjó hann á sambýli í Abbottaverybad í Pakistan en lengst af bjó hann í afar huggulegum og snyrtilegum leðurblökuhelli í Tora Bora í Líkkistan." 

"Á borðum hafði hann súpuskálar úr hauskúpum bandarískra fréttamanna og í frystikistunni geymdi hann restina af þeim. Hann átti sem sé hug og hjörtu margra Bandaríkjamanna. Hann grobbaði sig aldrei af þessu og fór reyndar með þetta eins og mannsmorð." 

"Osama bin Latte, eins og hann gjarnan var kallaður, lætur eftir sig 72 eiginkonur, 358 börn, 890 barnabörn og mikið og gott vopnasafn." 

"Útförin hefur farið fram í kyrrþey en þeir sem vilja minnast hins látna er vinsamlegast bent á hryðjuverkasamtökin al-Qaeda og íslenska bankakerfið."

"Blessuð sé minning hans. Friður guðs hann blessi og allt það. Rest in pieces." 

Og alla minningargreinina er svo að finna á http://stormsker.blog.is/blog/stormsker/

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 895
Gestir í dag: 148
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 496272
Samtals gestir: 54766
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 21:27:26
clockhere

Tenglar

Eldra efni