711. Einhverju
sinni fyrir margt löngu þegar tölvur voru að ryðja sér til rúms sem apparöt hvað
talið var að myndu í framtíðinni spara nær alla starfsmenn á nær öllum
skrifstofum út um allt, var viðkvæðið yfirleitt á eina lund ef eitthvað fór úrskeiðis. "þetta
er þessum fj. tölvum að kenna". En maður spurði stundum sjálfan sig og aðra
bæði fyrr og nú; hver stjórnar því hvað tölvurnar gera
og hvað þær gera
ekki? Auðvitað er alltaf gott að geta kennt þeim um sem ekki svara fyrir sig og hvað þá fullum hálsi, og tölvur svara vissulega ekki fyrir sig. Þær segja bara alls
ekki neitt. Þær halda bara þolinmóðar og að því er virðist með ótakmörkuðu
jafnaðargeði áfram að vinna hvert einasta verk sem þeim er falið að vinna samkvæmt þeim línum sem
forritarinn hefur lagt.
Nýverið bar
þetta skondna bréf frá Íbúðarlánasjóði fyrir augu mín, en eins og sjá má er þar
hótað kostnaðarsömum aðgerðum ef ekki eru greidd upp vanskil upp á hvorki meiri
en minn en heilan
núllkall. Verði það
ekki gert, þá hækka dráttarvextir sem eru í dag heil 11,5% um núllkall á degi
hverjum. En ef þú
ert búinn að borga núllkallinn, þá bara sorry.
Og nú spyr ég
eins og hver annar auli: hvernig borgar maður núllkall?
Kannski með
ávísun?
Tölvur gera stundum villur.
Tölvur gera oft villur.
Tölvur gera margar villur.
Tölvur gera allar villur.
Það er
mannlegt að gera
vilur.