25.05.2011 07:30

Anna Lára þriðja hæst

 

714. Þegar ég var að grúska í gömlum blöðum á dögunum vegna annarra mála, rakst ég á þessa skemmtilegu grein sem birtist í Frjálsri Verslun vorið 1941. Ég renndi fyrst lauslega yfir byrjunina og snarstoppaði svo á "Anna Lára". Ég fullvissaði mig um að þarna væri átt við okkar Siglfirsku Önnu Láru sem verslaði á Túngötu 1, Tórahorninu og síðast á Aðalgötu 28 þar sem Bakaríið er núna, en hóf síðan lesturinn á ný. Í seinni yfirferðinni drakk ég í mig hvert einasta orð og sleppti engu. Þar segir m.a. síðar í greininni.

"Ýmiskonar félagsskapur er starfræktur í Verzlunarskólanum, málfundafélag, taflfélag, bindindisfélag og ýms bekkjarfélög. Blöð eru gefin út, sum vélrituð eða fjölrituð bekkjarblöð, en skólablaðið Viljinn, sem komið hefur út í 32 ár, er nú prentað blað, og sömuleiðis Verzlunarskólablaðið, sem kemur út árlega í sambandi við nemendamót skólans. Þar geta menn lesið ýmsar nánari frásagnir, en hér eru fluttar, um skólastarfið og félagslífið. Tvær höfuðsamkomur héldur skólinn árlega, árshátíð og nemendamót. Sú fyrri er dansleikur, sú síðari einnig samkoma með all umfangsmikilli dagskrá, sem nemendurnir annast sjálfir. Þar er venjulega söngur, og ræðuhöld og leiksýning, í ár voru t.d. fluttir tveir smáleikir, Alibi Ingimundar, og Blessuð Abyssiniubörnin, sem var gamanleikur úr skólalífinu, eftir nemanda í skólanum. Einnig var leikfimissýning pilta og ein stúlka sýndi listdans, og loks var vélritunarsýning. Meðal annara skemmtana, sem nemendur hafa haldið uppi innan skólans í vetur, má nefna grímudansleik, sem fór mjög vel úr hendi, spilakvöld og skákkeppnir og knattspyrnukeppni og handknattleikskeppni. Þá hefir skólinn haft opna lesstofu, með allmiklu af blöðum og tímaritum og bókum, og nokkrir sérnámsflokkar voru starfandi. Bóksalan, sem kaupir og selur notaðar námsbækur,hefir nú starfað í átta vetur, og skólaselsnefndin, sem vinnur að því að koma upp útibúi frá skólanum, eða skólaseli, hefir einnig starfað í vetur.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 666
Gestir í dag: 125
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 496043
Samtals gestir: 54743
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 20:23:30
clockhere

Tenglar

Eldra efni