02.06.2011 01:36
Varnaðarorð úr fortíðinni
717. Ég rakst á þessa litlu
klausu á netflakki á dögunum, en hún er úr einu Akureyrarblaðinu frá árinu
1920. Ef rýnt er á milli línanna má með góðum vilja sjá svolítið samhengi milli
boðskapsins sem hér birtist, og þess sem er rauði þráðurinn í pistlinum "Sukkið
í síldarbænum" svolítið neðar á síðunni. Hún er þó sett fram á talsvert öðrum
forsendum og ekki virðist fara mikið fyrir hinum pólitíska undirtón. Það þarf
þó ekki að þýða að viðkomandi sé ekki undir áhrifum frá þeim öflum sem þar
tjáðu sig. Það er ekki laust við að skrifin kalli á svolitlar vangaveltur um
ástæður þess að þau eru sett fram og hvort það að vísað sé til kreppu, sé hin
raunverulegar ástæða eða eitthvert yfirvarp. Kannski er hér á ferðinni "kristilegur"
hægri maður sem rennur blóðið til skyldunnar og vill reka sama áróður, en bara undir
öðru flaggi og málaða í felulitum. Kannski bara venjulegur bóndi sem hefur
hrakist af arfleifð sinni vegna hinna nýju og breyttu tíma, þar sem Kaupfélagið
er ekki lengur miðdepill alheimsins, Kaupfélagsstjórinn er ekki höfðingi
sveitarinnar og bóndinn hvorki drottnari né eigandi hjúanna.
Skrifað af LRÓ.