09.06.2011 07:42

Óþolandi umhverfissóðar


721. Maður verður alltaf jafn pirraður við að sjá svona lagað. Eiginlega verður maður alveg drullufúll og hugsar gerandanum jafnvel gott betur og heldur meira en þegjandi þörfina. Mér fannst hins vegar frábær sagan sem ég heyrði af öryggisverði í Kringlunni, sem horfði á bílstjóra lauma ruslapoka út á stæði og búa sig undir að aka í burtu. Hann var að vonum ekki sáttur, gekk í veg fyrir bílinn og skipaði bílsjóranum að hirða rusl sitt. Sá reif auðvitað kjaft eins og búast mátti við af manni á því þroskastigi sem gjörðir hans benda til og sagði öryggisverðinum og troða ruslapokanum */-#-+*'!. Sá kunni hins vegar ekki að meta húmorinn, heldur tók pokann og sendi hann af heilmiklu öryggi og nákvæmni inn um opinn gluggann á bínum. Pokinn rifnaði, innhaldið dreifðist um bílinn ruslið var þannig séð aftur komið á sinn byrjunarreit. Sem sagt, glæsileg sending og sanngjörn. Bílstjóranum fannst hins vegar gróflega að sér vegið, snaraðist út með miklum bægslagangi og formælingum og gerði sig líklegan til að veita öryggisverðinum ráðningu. Hann hætti þó mjög fljótlega við það, snautaði aftur inni í bíl sinn og hvarf á braut, því hann sá ekki fram á að hann myndi komast vel frá slíkri viðureign. Þetta fannst mér góður endir á sögunni og virkilega gott á FÍFLIÐ.

Ung og svo stórglæsileg stúlka að eftir var tekið, stöðvaði bíl sinn á rauðu ljósi á Dalveginum fyrir nokkru. Meðan hún beið eftir grænu, nýtti hún tímann og dundaði hún sér við tiltekt í honum. Þegar hún ók síðan af stað, stóðu nokkrar flöskur (bæði plast og gler), ásamt ruslapoka í þráðbeinni röð, nákvæmlega á miðri götunni. Þarna sannaðist gamla máltækið rétt einu sinni enn: Oft er flagð undir fögru skinni.

Jú, maður getur orðið ansi pirraður yfir þessum heilaprumpurum sem trampa greinilega ekki í vitinu, virðast helst hafa afsalað sér dómgreindinni og hafa forpokun í fyrirrúmi.

Sagði ég nokkuð of mikið?

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 633
Gestir í dag: 149
Flettingar í gær: 835
Gestir í gær: 148
Samtals flettingar: 477527
Samtals gestir: 52773
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 07:25:21
clockhere

Tenglar

Eldra efni