13.06.2011 20:23

Frumlegur ferðamáti


723. Fyrir þó nokkru síðan átti ég leið um Strandgötuna í Hafnarfirði um föstudagssíðdegi. Það var farið frekar hægt yfir eins og svo oft á slíkum dögum, og ágætur tími gafst því til að fylgjast með mannlífinu á gangstéttunum beggja vegna. Þegar ég fór fram hjá Sparisjóðnum sá ég hvar lítil fjölskylda var að spássera úti í góða veðrinu, en eitt var þó í óhefðbundnara lagi eins og myndin hér að ofan ber glöggt með sér. Bíllinn fyrir framan mig stoppaði og ég gerði það þá líka. Litla fjölskyldan hélt áfram för sinni, en ég dró myndavélina upp úr vasanum, skrúfaði niður rúðuna og hugsaði með mér að þarna væri hið skemmtilegasta myndefni á ferð sem vert væri að festa í flögu. Bíllinn á undan mér ók aftur af stað og ég smellti af þegar ég ók fram hjá Bæjarskrifstofunum. Þetta hlýtur að vera hinn skemmtilegasti ferðamáti fyrir ungu stúlkuna sem situr í kerrunni, en það er líklega ekki verra að hafa nokkra plastpoka af stærri gerðinni upp á vasann þegar farið í svona labbitúr og dráttardýrið skilar af sér afurðum sínum.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 81
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 383
Samtals flettingar: 480798
Samtals gestir: 53307
Tölur uppfærðar: 5.12.2024 04:11:53
clockhere

Tenglar

Eldra efni