08.09.2011 13:39

Hjálpum þeim


751. Axel Einarsson fyrrum meðspilari minn í Vönum Mönnum, sendi mér póst í gær þar sem meðal annars var vísað á splunkunýtt myndband af lagi hans við texta Jóhanns G. Jóhannssonar, "Hjálpum þeim". Textanum hefur verið snúið á ensku og lagið heitir núna "Help them".  Í fréttatilkynningu frá Hjálparstofnun kirkjunnar segir að lagið sé  "hvatningarrödd frá Íslandi til heimsbyggðarinnar um að bregðast hratt við til bjargar sveltandi fólki á hörmungarsvæðum A-Afríku." Samkvæmt mínum upplýsingum eru söngvararnir Bjarni Arason, Ellen Kristjánsdóttir, Friðrik Ómar, Eyþór Ingi, Magnús og Jóhann, Selma Björns, Jóhanna Guðrún, Páll Rósinkranz, Sigga Beinteins, Jogvan, Garðar Thór Cortes, Lára Rúnarsdóttir og Margrét Eir meðal flytjenda, en upptökum stjórnaði Pétur Hjaltested. 

Slóðin á myndbandið er: http://www.youtube.com/watch?v=HkbvEyIACog
 

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 291
Gestir í dag: 69
Flettingar í gær: 317
Gestir í gær: 82
Samtals flettingar: 317915
Samtals gestir: 34849
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 17:23:19
clockhere

Tenglar

Eldra efni