17.11.2011 22:01

Drekkhlaðið


772. Þegar ég sá þessa mynd fyrst, var ég þess fullviss að hún væri af skipi sem væri að því komið að sökkva. En svo fór ég að glugga í meðfylgjandi skýringartexta og þá kom annað í ljós. Þessi magnaða ljósmynd mun vera tekin einhvern tíma milli 1950 og 1960 af skipi sem er "drekkhlaðið" af síld og á leið í land. Annað skip fylgir því eftir og siglir kulmegin við það, því eins og ljóst má vera þarf ekki mikinn vind eða öldu til að illa geti farið. Maður veltir því fyrir sér hvort orðið "drekkhlaðið" lýsi ástandinu nægilega sterkt. 


Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 120
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 383
Samtals flettingar: 480837
Samtals gestir: 53309
Tölur uppfærðar: 5.12.2024 04:33:36
clockhere

Tenglar

Eldra efni