25.11.2011 20:10

Manstu gamla daga


774. Árið 1992 eða sama ár og annað Síldarævintýrið var haldið, var einn þáttanna "Manstu gamla daga" sem Helgi P. stjórnaði, tileinkaður síldinni og Siglufirði. Í honum komu fram söngvararnir Sigrún Eva Ármannsdóttir, Berti Möller, Stefán Jónsson, Margrét Eir Hjartardóttir, Ari Jónsson að ógleymdum þeim félögum Ragnari Bjarnasyni og Ómari Ragnarssyni. Aðal spjallgestirnir voru þeir Örlygur Kristfinnsson og Theodór Júlíusson, sem í mörg ár var framkvæmdastjóri Síldarævintýrisins og stóð sig með mikilli prýði í því hlutverki.

Í salnum má sjá margan Siglfirðinginn svo sem Hallvarð S. Óskarsson, Gunnar Trausta, Birgir Ingimars, Billu Lúthers svo einhverjir séu nefndir. Einnig er sýnt frá einni glæsilegastu söltunarsýningu sem sett hefur verið upp á nyrðra. Endilega kíkið á þennan frábæra þátt. Slóðin er: http://www.youtube.com/watch?v=rcEU7i9Zw8c


Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 636
Gestir í dag: 119
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 496013
Samtals gestir: 54737
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 19:10:33
clockhere

Tenglar

Eldra efni