27.11.2011 13:23

Á Búálfinum

776. Það er alltaf gaman að fá óvæntar sendingar ef þær eru af skemmtilega taginu. Ég var að fá nokkrar myndir í pósti sem var einmitt mjög óvænt, en þær voru teknar af einum dansgestanna í Búálfinum þar sem við Axel spiluðum um helgina. En það er annað mál að ég get ekki neitað því að ég vissi ekki hverju ég mátti eiga von á þegar við réðum okkur á þennan lókalpöbb, sem er í Hólagarði í Breiðholti. En Búálfurinn reyndist hinn vinalegasti staður og það sama má segja um eigandann hann Bjarna sem er Ísfirðingur að upplagi, en það er auðvitað bullandi plús. Gestirnir eru kátt fólk sem gjörnýttu parketið á dansgólfinu þegar leið á kvöldið. Í ofanálag var þarna svolítill slæðingur af Siglfirðingum sem var nú ekki verra.

En hér má sjá myndirnar frá nonum Denna.


                         

                         





Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 56
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 383
Samtals flettingar: 480773
Samtals gestir: 53306
Tölur uppfærðar: 5.12.2024 03:50:41
clockhere

Tenglar

Eldra efni