10.12.2011 17:22

Uppruni laufabrauðsins


780. Það verður líklega seint sagt um okkar ágætu nágranna Ólafsfirðinga, að þeir séu illa haldnir af minnimáttakennd. Enda er engin ástæða til slíks, því þriðjungur núverandi íbúa mun vera Siglfirðingar eða afkomendur þeirra. En sú var tíðin að þegar sveitaböllin á Ketilási voru upp á sitt besta, sögðu menn gjarnan; "passi nú hver sitt, Ólafsfirðingarnir eru að koma" þegar sást til sætaferðarinnar koma niður frá Stífluhólunum. Nú orðið heyrir auðvitað allur slíkur hrepparígur sögunni til góðu heilli, og íbúar austan og vestan Héðinsfjarðar hafa fallist í faðma og gengið í eina Fjallabyggarsæng. Reyndar ætlaði ég alls ekki að minnast einu orði á neitt af ofanrituði, - ég missti mig bara svolítið í áttina til fortíðar.

Erindið var að benda á stórskemmtilega sögu sem er að finna á "Ólafsfjarðarvefnum" 625.is sem Gísli Rúnar Gylfason stendur fyrir. Hún opinberar hinn stóra sannleika um uppruna laufabrauðsins og er að finna á slóðinni http://625.123.is/blog/2011/12/09/589399/


Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 443
Gestir í dag: 122
Flettingar í gær: 835
Gestir í gær: 148
Samtals flettingar: 477337
Samtals gestir: 52746
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 06:00:32
clockhere

Tenglar

Eldra efni