08.02.2012 15:47

Fálkaorða til sölu


798. Mig rak í rogastans þegar ég sá fálkaorðu auglýsta til sölu á smáauglýsingavefnum bland.is. Eftirfarandi úrdrátt úr reglugerð um Hina íslensku fálkaorðu er að finna á vefnum http://www.forseti.is

"Tillögur með tilnefningum verða að berast með formlegum hætti, skriflegar og undirritaðar. Þar skal rekja æviatriði þess sem tilnefndur er og greina frá því starfi eða framlagi til samfélagsins sem talið er að sé þess eðlis að heiðra beri viðkomandi fyrir það með fálkaorðunni. Fleiri en einn geta undirritað tilnefningarbréf en aðalreglan er að undirskrift eins nægir. Orðunefnd berast á hverju ári um 80-100 tilnefningar. Við andlát þess er fálkaorðuna hefur hlotið ber erfingjum hans að skila orðuritara orðunni aftur".

Orðunni er því samkvæmt ofansögðu ekki ætlað að fara á flakk þegar fram líða stundir, en auglýsingin var orðuð með eftirfarandi hætti akkúrat og nákvæmlega:

"Er með til sölu fákaorðu, hún er einhverra áratuga gömul og veit ekki uppruna hennar. Óska eftir tilboði og sendist það á mail verdlaunagripir@simnet.is

Ég keypti hana á uppboði í London og ræð þar af leiðandi hvað ég geri við hana, ég held samt að þeir sem fái úthlutað slíkum orðum megi ekki selja".

-

Svo mörg voru þau orð...

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 339
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 383
Samtals flettingar: 481056
Samtals gestir: 53318
Tölur uppfærðar: 5.12.2024 10:33:28
clockhere

Tenglar

Eldra efni