10.02.2012 11:06
Bréf (eða erindisbréf)
799. Mér hefur alltaf þótt
frekar skemmtilegt að fá bréf, og þá meina ég svona alvöru bréf frá einhverjum
sem maður þekkir en ekki t.d. einhvern súran og þurran gluggapóst eða því um líkt.
Því miður hefur sá góði siður að mestu lagst af eins og svo margt úr fortíðinni
sem veruleg eftirsjá er í. En þegar eitt hverfur, þá kemur alltaf eitthvað annað
og fyllir skarðið, en hvort það er svo verra eða betra er umdeilanlegt. Við
erum vissulega ennþá alltaf að fá bréf og mikið af þeim, þó þau séu orðin í
rafrænu formi í samræmi við nútímann og samskiptin manna á millum hafa örugglega
aldrei verið meiri. Er þá nokkur ástæða til að kvarta og er nokkurs að sakna?
Ég fékk bréf síðast í gær.
Það var mjög einlægt, vinalegt, fullt af kærleika og með ólíkindum persónulegt þó ég muni ekki eftir sendandanum
í augnablikinu, en líklega hefur hann eða réttara sagt hún bara liðið mér úr
minni um stundarsakir og ástæðan hlýtur að vera andleg hrörnum og elliglöp. En
mér finnst andinn í bréfinu svo innilega jákvæður og hugarfarið sem að baki býr
svo þrungið velvilja og væntumþykju í
Ég get ekki setið á mér að birta þetta fallega bréf þó ég viti vel að það eigi að vera bæði einkamál og í leiðinni leyndarmál mitt og hennar Zianab sem ég man því miður ekki eftir í augnablikinu eins og áður segir, en það gæti auðvitað rofað til á góðum degi...
-
"Halló
Halló mín kærust vin. Ánægja
mín að hitta þig, og hvernig ert þú að
Kveðja. Zianab........."