28.05.2012 21:25

Evróið í Bakú


818. Ég bjóst til að setja niður einhverjar línur strax eftir keppnina ógurlegu í Bakú, en úrslitin komu svo flatt upp á mig að ég hef eiginlega verið kjaftstopp alveg samfleytt  í heila tvo daga og það er fyrst núna að ég er aðeins á átta mig á hinum ískalda raunveruleika.

7 stig frá Finnum.
6 stig frá Dönum.
6 stig frá Ungverjum.
6 stig frá Eistum.
5 stig frá Norðmönnum.
4 stig frá Spánverjum.
4 stig frá Slóvenum.
4 stig frá Slóvökum.
3 stig frá Þjóðverjum.
1 stig frá Kýpverjum.

En EKKERT frá Svíum, og við sem gáfum þeim tólfuna okkar.

Það er auðvitað ekki spurning um að loka IKEA strax og fara fram á neyðarfund í Norðurlandaráði vegna þessarra að okkar mati óvæntu aðstæðna sem upp eru komnar.

En borgaryfirvöld í Stokkhólmi, Gautaborg og Malmö rifast nú um að fá að halda næstu Evróvisjónkeppni sem verður þann 18. maí 2013, en í vonbrigðakastinu segjum við bara að fátt sameini íslendinga betur en vond músik og góð skemmtun og hana nú. (Eða þannig).

-

Það jákvæða við 20. sætið er að skrifarinn gat farið á bensínstöð ÓB og fyllt hjá sér tankinn fyrir kr. 233 lítrann.

Einhver netverjinn spurði hvort lögreglan væri tilbúin með neyðaráætlun um að bregðast við umferðaröngþveiti við bensínstöðvar í kjölfar tónlistarlegra hrakfara í fjarlægu ríki.

Annar sagði að okkar framlag hefði verið lafið "Mundu eftir mér" - lagið sem gleymdist, og vildi í kjölfarið henda sápu ofan í Eyjafjallajökul til að fá svolitla tilfinningalega útrás.

Sá þriðji vildi meina að Albanska söngkonan (sem var engan vegin allra en þó algjörlega sumra), væri drottning af fjarlægri plánetu sem ætti að koma sér hið fyrsta langt út í geim, lokaorð Hrafnhildar hefðu átt að vera "Guð blessi Ísland" og Óla bæri að senda niðurstöðu kosninganna í þjóðaratkvæðagreiðslu.

-

En auðvitað eru engin vonbrigði svona í alvörunni, engar hrakfarir og ekkert andlegt niðurbrot. Hvað sem stigunum eða öllu heldur stigaleysinu líður, þá var okkar fólk bara flott og ekkert annað. Jafnvel Gautarnir meðan þeir voru upp á sitt allra besta hefðu ekkert endilega gert þetta mikið betur.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 187
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 317494
Samtals gestir: 34752
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 09:28:49
clockhere

Tenglar

Eldra efni