26.08.2012 00:52

Göngum hægt um póstsins dyr



832. Í kvöld nákvæmlega kl. 23.10 dúkkaði upp póstur hjá mér sem mér fannst í meira lagi skrýtinn og jafnvel enn skrýtnari þegar ég las hann öðru sinni svona til að reyna að átta mig á þessum stórundarlegheitum. Það þarf ekki að fara í einhverjar djúpar pælingar til að átta sig á að líklea flokkast hann að stofni til sem tefund eða undirtegund af þeirri gerð sem gjarnan er kennd við Nígeríu, enda var ekkert að sjá um umrætt efni þegar skyggnst var inn á siminn.is og smellt á "fréttir".


Pósturinn leit svona út.

"Þetta er til að formlega tilkynna þér að við erum nú að vinna að gagnagrunni vefsíðu okkar til að berjast gegn spam póstur, og þetta getur lokað vefur þinn email reikningur alveg.

 

Til að forðast þetta, vinsamlegast sendu eftirfarandi datas:

 

E - póstur ( _____ _________________________)

Notandanafn / ID ( _____________ _________)

Núverandi lykilorð ( _________)

Lykilorð ( _________)

 

 

Vinsamlegast gera þetta svo reikningurinn þinn getur verið varið að loka.

 

Strax svar þitt er mjög þörf.

 

Vefpóst Stuðningur Stjórnandi.

INTERNET Tæknileg aðstoð

24 tíma á dag, 7 daga vikunnar."

 

Það er því líklega full ástæða til að fera fetið þegar kemur að hugleiðingum um svarpóst. Sérstaklega þegar stafsetning, beygingar, orðanotkun og setningafræðin er skoðuð, en svo kom sendingin úr webcustomer.servic5@gmail.com og eitthvað segir mér að siminn sé ekki mikið að nota gmail.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 245
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 290
Gestir í gær: 47
Samtals flettingar: 315894
Samtals gestir: 34424
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 17:12:40
clockhere

Tenglar

Eldra efni