11.10.2012 23:54

Skömmbakkar í skítamálum

                         

843. Ófögur sjón blasti við nokkrum erlendum ferðamönnum fyrir stuttu síðan í miðbæ Reykjavíkur þegar þeir þurftu að létta á sér eftir hressandi morgungöngu og búðarráp, en eins og sjá má á myndinni er sumt greinilega verulega úr lagi fært þarna innan dyra. Varla verður aðkoman að þessari bráðnauðsynlegu aðstöðu talin landi og þjóð til sóma á erlendri grund þegar frá líður, en auðvitað geta því miður fáein skemmd epli haft mjög svo mengandi áhrif á umhverfið með háttarlagi sínu og eru því verulega slæm auglýsing fyrir Ísland og íslendinga. - Nema þeir sem þarna voru á ferð hafi verið með svona gríðarlega mikið harðlífi.



                         

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 557
Gestir í dag: 134
Flettingar í gær: 835
Gestir í gær: 148
Samtals flettingar: 477451
Samtals gestir: 52758
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 07:04:09
clockhere

Tenglar

Eldra efni