25.11.2012 08:24
Europrise lokar í dag
850. Eftir daginn í dag mun 10 ára saga norsku verslunarkeðjunnar Europris á Íslandi heyra sögunni til, því verslunin á Dalvegi í Kópavogi sem nú er sú eina sem enn er opin mun þá skella endanlega í lás. Verslanirnar voru 6 þegar þær voru flestar, en áður var búið að loka á Fiskislóð, Korputorgi, Hafnarfirði, Selfossi og Akureyri.
Rýmingarsala vegna fyrirhugaðrar lokunnar hefur staðið yfir síðan í byrjun október og mun hafa gengið vel ef marka má myndina hér að ofan sem ég tók í síðast liðinni viku þegar ég átti leið um Dalveginn.
Staðfest er að Jóhannes "í Bónus" hefur fest kaup á húsnæði
Europris vestur á Granda og hyggst opna þar aðra
Ef rétt reynist eiga þessar tvær nýju matvöruverslandi alla vega eitt sameiginlegt sem eru fyrri störf eigendanna. Jóhannes er ekki kenndur við Bónus af ástæðulausu eins og alþjóð væntanlega veit, en Eiríkur Sigurðsson í Víði sem má kalla "faðir klukkubúðanna" átti og rak 10-11 verslanirnar til margra ára eða þar til hann seldi þá keðju til Jóns Ásgeirs.
Segja má að Víðir sé nú endurreistur, því Eiríkur ásamt Matthíasi bróður sínum ráku verslunina Víði eftir lát föðurs sins þar til hún fór í þrot 1988. Um Matthías bróður Eiríks má svo bæta því við að hann hefur verið aððalmaðurinn á bak við rekstur Europris - og með þeim orðum lokum við hringnum að sinni.