15.01.2013 09:22

F-1



856. Fyrir daga núverandi skráningakerfis tilheyrði þetta virðulega bílnúmer yfirvaldinu á Siglufirði, þ.e. bæjarfógeta og síðar sýslumanni. Embættismennirnir komu og fóru eins og gengur, en númerið færðist þá á milli einkabíla þeirra. Ekki veit ég hvort það hefur myndast einhvers konar hefð um millifærslu þess, eða hvort það hefur á einhvern hátt tilheyrt embættinu frekar en starfsmanni þess. Nú hin síðari ár bregður því hins vegar stundum fyrir hér á höfuðborgarsvæðinu og þá er ekki laust við að burtfluttir Siglfirðingar eins og ég snúi höfðinu í hálfan til heilan hring, því slíkar plötur jafn kunnuglegar og þessar, sjást ekki á hverju götuhorni. Þá kviknar líka jafnframt á forvitnisperunni sem er líklega staðsett einhvers staðar undir hvirflinum eða í grenndinni við hann þegar svona nokkuð ber fyrir augu.
Hver ætli eigi F-1 í dag?

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 158
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 383
Samtals flettingar: 480875
Samtals gestir: 53309
Tölur uppfærðar: 5.12.2024 04:54:51
clockhere

Tenglar

Eldra efni