01.06.2013 09:06

Siggi Konn

868. Ég átti leið um miðbæ Reykjavíkur í gær (föstudag) og rakst þá á sjálfan Sigga Konn fyrir utan Tollhúsið, en í því húsi hefur hann starfað sem húsvörður lengst af frá því að hann flutti suður. Við tókum tal saman og hann sagði mér að hann væri að reyna að finna heppilegt stæði fyrir hann Magga múr þar sem yrði friður fyrir stöðumælavörðunum, en Maggi var að vinna að viðhaldi innan dyra.

"Þú þekkir Magga er það ekki"? spurði Siggi. 

"Hann er að norðan" bætti hann við.

Ég vissi auðvitað að það voru talsverðar líkur á að svo hlyti að vera.

"Það er nú það, og hverra manna er hann Maggi" spurði ég þá á móti."

"Hann er sonur hennar Gunnu í sjoppunni" svaraði Siggi og brosti sínu breiðasta.

Þar vissum við það og ég fékk í framhaldinu að skjóta nokkrum myndum að húsverðinum, svona rétt til að sýna þeim sem til þekkja að maðurinn hefur ekkert breyst í einhverja áratugi...









Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 443
Gestir í dag: 122
Flettingar í gær: 835
Gestir í gær: 148
Samtals flettingar: 477337
Samtals gestir: 52746
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 06:00:32
clockhere

Tenglar

Eldra efni