16.12.2013 12:55
Nokkur orð um afrek háttvirts þingmanns
902. Sú Vigdís Hauks sem sagði
að "Strax" væri teygjanlegt hugtak hefur
verið nokkuð áberandi að undanförnu og sett mark sitt á þjóðmálaumræðuna þó það
hafi ekki alltaf verið með mjög áferðarfallegum eða jákvæðum hætti.
Hún fór mikinn í morgunútvarpi rásar 2 þann 9. des. sl., en þar sat hún fyrir svörum ásamt Katrínu Júlíusdóttur sem virtist vera ofboðið og lengst af hálf orðlaus vegna þess sem sú fyrrnefnda lét flakka og lái henni hver sem vill.
Fréttamaðurinn spurði Vigdísi
Hauksdóttur út í þá furðulegu þversögn að lækka álögur á ríkt fólk en hækka þær
á fátækt fólk, skera niður hjá þeim sem síst skyldi, til að mynda hjá fátækasta
fólki í heimi,
Hér á eftir eru nokkrar
glefsur úr svari Vigdísar.
"Þetta er bara byrjunin sem
koma skal hjá nýrri ríkisstjórn.".
"Það voru kosningar í vor og
það er mjög óeðlilegt að núverandi ríkisstjórn framfylgi stefnu fyrri
ríkisstjórnar".
"Þetta er hluti af því að
vinda ofan af þeirri vitleysu sem var í gangi á síðasta kjörtímabili, að setja
fjármagn á ranga staði".
"Okkur er að takast að snúa
skútunni við".
"Lækkun á útgjöldum til
þróunarmála og barnabóta hluti af því að vinda ofan af vitleysu síðasta
kjörtímabils".
"Það er okkar að forgangsraða
í þá veru að skattféð nýtist sem best og fari á þá staði sem því er best varið".
En hægt er að hlusta á viðtalið á rás 2 í heild sinni ef fylgt er eftirfarandi slóð. http://0dayhotmusic.com/jack-hrafnkell-danielsson/vigd-s-hauks-og-katr-n-j
-
Ban-ki-moon aðalritari
Sameinuðu þjóðanna sagði það sérlega aðdáunarvert að Íslenska þjóðin þrátt
fyrir erfiða kreppu hefði ekki slegið af í stuðningi sínum við fátækar þjóðir
og þá sem minna mega sín í heiminum. Hann sagði einnig að þær gjörðir Íslendinga
mættu verða öðrum þjóðum mikil og góð fyrirmynd.
Þ. 21 mars 2013 samþykkti
Alþingi aukin fjárframlög til þróunarsamvinnu með öllum greiddum atkvæðum nema
einu. Vigdís Hauksdóttir greiddi atkvæði á móti.
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=rRkk1SGqq2g
-
Og það fór ekkert á milli mála
að Vigdís vildi verða ráðherra þegar síðasta stjórn var mynduð.
"Ég varð fyrir vonbrigðum því
ég sakna þess að það sé ekki ráðherra úr Reykjavík,"
"Það á eftir að skipa einn ráðherra með haustinu og það á eftir að rétta þennan kynjahalla í ríkisstjórninni að mínu mati,"
segir Vigdís í viðtali við DV sem segist hafa
sóst eftir því að verða ráðherra.
-
Og hún hafði uppi það sem ýmsir
hafa túlkað sem hótanir gagnvart RÚV fyrir að fara aðrar leiðir í fréttaflutningi
en henni var þóknanlegt.
Veffréttamiðillinn eyjan.is
fjallaði um meintar hótanir þ. 14. ágúst sl.
"Vigdís Hauksdóttir, formaður
fjárlaganefndar, er afar ósátt við fréttaflutning RÚV og segir fréttastofuna
vinstri sinnaða og halla undir Evrópusambandið. Hún gaf sterklega til kynna að
hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar muni leggja til að skorið verði niður í
rekstri RÚV. Svo bætti hún við; "Ég er náttúrulega I þessum hagræðingahópi".
Og stjörnulögmaðurinn Sveinn
Andri Sveinsson sagði á facebooksíðu sinni.
"Formaður fjárlaganefndar
ósáttur við að fréttastofa RUV hafði rangt eftir henni og hótar niðurskurði á
fjárveitingum. Þessi ummæli væru mjög eðlileg í
Og nú vilja einhverjir meina
að hún hafi staðið við hótanirnar.
-
Í morgunþættinu "Bítið" á
Bylgjunni þ. 14. ágúst sl. viðraði Vigdís skoðanir sínar á ESB og IPA
styrkjunum sem nú hafa verið dregnir til baka.
"Vigdís sagði það skoðun sína að IPA styrkir Evrópusambandsins væru "glópagull". Forstöðumenn ríkisstofnana hafi farið á ferð og flug og farnar hafi verið fjölmargar ferðir til útlanda í tengslum við aðildarumsóknina".
Myndin hér að ofan fylgdi pistli
á vefnum http://jack-daniels.is sem hafði
að yfirskriftinni "Vont er þeirra ranglæti, en verra er þeirra réttlæti". Þar mátti
einnig lesa eftirfarandi:
"Það er deginum ljósara að
við sitjum uppi með stjónrmálamenn í rikisstjórnarflokkunum sem hafa ekki einu
sinni greind á við mýflugu hvað þá heldur meira. Þetta fólk, í
sjálfsánægju sinni, hroka og heimsku, heldur sig vita allt, kunna allt og geta
allt. Raunin er bara sú eins og áður er sagt að þetta fólk hefur ekki
hundsvit á því sem það er að
Og við megum eiga von á að fá
meira af Vigdísi, m.a. í næsta spaugststofuþætti (þó einhverjum þyki reyndar nóg
komið af henni í bili), en Pálmi Gests mun leika hana þar sem hún er trufluð án afláts með
sms-um frá Vodafone á jólahlaðborði meðan hún reynir að njóta aðventunnar ásamt
öðrum framsóknarmönnum. Það hefur reyndar kvisast út að hún verði
fyrirferðamikil í næstu þáttum þeirra spaugstofumanna.
-
Eftir því sem meira er kafað ofan í orð hennar og gerðir, verður sú spurning áleitnari hvort finna megi mikið óheppilegri þingmann í sögu Lýðveldisins.
Sá sem þetta ritar telur sig vera alveg sérlega áhugalítinn nú orðið þegar flokkapólitík er annars vegar og hann (áhuginn) fari hratt minnkandi með hverju árinu sem líður, En þegar svona málflutning ber fyrir augu og eyru er erfitt að segja ekki neitt.