12.01.2014 09:40

RISAÚTSALA

Dæmigerð "villandi" risaútsöluauglýsing.

906. Janúar er sá tími sem verslanir nota gjarnan í tiltekt hjá sér og auglýsa þá útsölur, verðhrun, rýmingarsölur, lagerhreinsanir og setja svo upp alls konar markaði, ýmist nokkrar saman eða hver fyrir sig, þar sem sami varningur er oft seldur á verulega niðursettu verði frá því hann var á fáeinum vikum áður.

Einn ágætur kunningi minn og samstarfsmaður hafði nokkur orð að segja um þetta árvissa tímabil.

"Ég hef aldrei skilið þegar verslanir auglýsa RISAÚTSÖLU" sagði hann hugsi þegar við sátum eitt sinn inni á kaffistofunni og hann fletti sig í gegn um auglýsingar Fréttablaðsins.

Ég hváði og sá í fyrstu ekkert athugavert við að auglýsa RISAÚTSÖLU.

"Jú sjáðu til, í þeim tilvikum er ALDREI verið að selja það sem er auglýst, heldur alltaf eitthvað allt annað".

Það rann skyndilega upp fyrir mér hvað klukkan sló og það er bara alveg hárrétt. Það var hægt að fá tölvur og tölvuíhluti á tölvuvöruútsölunni í Tölvutek sem hófs strax eftir jól eða þ. 28 des. sl., húsgögn á húsgagnaútsölunni hjá innlit.is. núna í janúarbyrjun og golfkúlur, kylfur og þvíumlíkt á golfvöruútsölu Golfskálans svo dæmi sé tekið, en það fást undantekningalaust aldrei RISAR á RISAÚTSÖLU.



Risar sem vilja komast á útsölu


Getur ekki einhver framtakssamur verslunarstjóri eða kaupmaður hugsað sér að bæta úr þessu? Mér dettur í hug að það mætti til dæmis gera í einni versluninni sem sveitungar mínir kannast eflaust vel við af bakgrunni meðfylgjandi myndar.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 30
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 465
Gestir í gær: 79
Samtals flettingar: 316462
Samtals gestir: 34517
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 02:15:29
clockhere

Tenglar

Eldra efni