05.02.2014 10:02

SpKef

909. Ég sá þessa bók í búðarhillu á dögunum og auðvitað var ekki annað hægt en að veita henni athygli, en nú eru "góð" fimm ár liðin frá Hruni (með stórum staf). 




"SpKef 100 ára, - 1907-2007. Sjóður Suðurnesjamanna,

bakhjarl í heimnabyggð" 

eftir Eðvarð T. Lárusson er eitthvað svo mikið 2007, enda kom hún einmitt út í tilefni aldarafmælis sparisjóðsins árið 2007.

Það er ekki laust við að maður finni fyrir einhverri undarlegri tímaskekkjutilfinningu sem lýsir hann sér svolítið eins og stingur í eitthvað mikilvægt líffæri, (þó ekki í hjartað því það beintengist öðru byggðarlagi). En kannski fá einhverjir sáran verk í veskið við að lesa svona bók. En auðvitað er svona bók bara sagan, - eða einhver hluti af henni. Annar hluti kom svo síðar í ljós, en við skulum ekkert minnast á hann hér því hann er ekkert skemmtilegur. Svo svo á sagan sér líka stundum jafn margar hliðar og sögumennirnir eru margir og hver vill svo sem vera dómari um bestu útgáfuna?

Ekki ég!




En það var virkilega gaman á þessum dýrðarinnar tímum, við skulum ekki gleyma því. Þá voru jafnvel dæmi um að menn átu gull sér til þarflausrar skemmtunnar, kannski bara til að geta sagt frá því einhvern tíma seinna að þeir hefðu jú gert það og það gekk síðan niður af þeim eins og gengur og endaði úti í sjó, líka eins og gengur.

Eflaust hafa fiskarnir þá orðið mjög hissa á því sem fyrir þeirra stóru og  kringlóttu fiskaaugu bar. Og hvað skyldu fiskarnir þá hafa hugsað?

Kannski: Ætli mannfólkið uppi á þurrlegndinu sé nú endanlega búið að tapa glórunni?

Ef fiskarnir hafa hugsað þannig hafa þeir verið framsýnni en við mennirnir.

Kannski þarf ekki alltaf svo ýkja mikið til.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 725
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 612
Gestir í gær: 128
Samtals flettingar: 306291
Samtals gestir: 33231
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 22:54:30
clockhere

Tenglar

Eldra efni