22.02.2014 04:10
Amen eftir efninu
912. Skyldi það vera prestur
sem á þessa skruggukerru? Eða er það kannski einhver víxlubiskupinn,
biskupsritari eða jafnvel biskupinn sjálf(
En hvernig sem eignarhaldinu er háttað, þá er bíllinn drulluflottur og númerið ekki síður.
Svo vildi ég láta þess getið
svona rétt til að afsaka sjálfan mig og sáralitla "framlegð" mína hérna á síðunni undanfarið, að
þær fáu stundir sem ég hef haft aflögu undanfarna daga, hef ég flestar notað
til að endurskrifa gamla grein um hina goðsagnakenndu unglingahljómsveit HRÍM frá
Siglufirði og mun hún væntanlega birtast á siglo.is um eða upp úr helginni.
Skrifað af LRÓ.