02.03.2014 03:37

Endurnar á Tjörninni og gestir þeirra

914. Um helgar á ég oft leið fram hjá Tjörninni í Reykjavík, ýmist að morgni eða kvöldi og freistast þá stundum til að draga myndavélina upp úr brjóstvasanum og smella nokkrum hnitmiðuðum af svæðinu, að þessu sinni undan sól.

-

Kyrrlátt og yfirvegað andrúmsloftið, hrifning viðstaddra (sem fæstir tala reyndar íslensku) á þessari friðsælu vin í miðri borginni, litir himinsins að kvöldi eða geislar sólarinnar sem gægjast yfir sjóndeildarhringinn að morgni, gleði mannfólksins sem blandast gleði fiðurfénaðarins sem þiggur sínar brauðgjafir með kvakandi þökkum, skautasvellið nánast við hliðina á heita affallinu í norðausturhorninu sem heldur vökinni við Iðnó ávallt opinni.

-

Allt þetta og miklu, miklu fleira skapar stemmingu sem fyrirfinnst hvergi annars staðar, a.m.k. ekki hérlendis og hefur mikið aðdráttarafl á þá sem vilja kynna sér svolítið sýnishorn af því hvernig Paradísarvist gæti verið.

-

Hér að neðan eru nokkar myndir af fiðruðum íbúum Tjarnarinnar og ófiðruðum gestum þeirra plús ein sem ég læt fljóta með og er af "seinni" turninum við Smáralind, en framkvæmdir við byggingu hans eru nú hafnar að nýju síðan staldrað var við nokkru eftir hrun..

















Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 120
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 383
Samtals flettingar: 480837
Samtals gestir: 53309
Tölur uppfærðar: 5.12.2024 04:33:36
clockhere

Tenglar

Eldra efni