30.03.2014 09:49
Bakhliðin á Hörpunni
919. B-hliðin á Hörpunni er
ekkert síður flott en sú sem fram snýr, allir túrhestarnir taka endlaust myndir
af alla daga, er þekkt sem eitt af einkennum miðbæjarins, hluti af ímynd
Reykjavíkur og reyndar landsins alls. Í dag er mun minna ósætti um húsið og
byggingu þess en var kring um hrunið og flestir geta samþykkt í dag að þetta sé
hin flottasta bygging. Samt er alltaf stutt í hina landsbyggðarpólitísku frasa
og hrepparíginn þegar ég heyrði einhvern tala um "bruðlið" í kring um Héðinsfjarðargöng
á dögunum. Það hefði nú verið meira vit í Sundabraut.
En þið fenguð Hörpuna.!
Ég rölti fram Ingólfsgarðinn
og skaut þessari.
Skrifað af LRÓ.