02.04.2014 03:27
Ekki fara til Boston
920. Um helgina voru áríðandi skilaboð hengd
upp á korktöfluna í kaffistofunni á mínum vinnustað. Þar voru áhugasamir beðnir
um að hafa samband við formann starfsmannafélagsins vegna fyrirhugaðrar ferðar
til
Varla getur borgin talist
taka vel á móti strætóbílstjórum frá Íslandi um þessar mundir, því á vögnum hennar
getur að líta auglýsingar með áróðri gegn íslendingum þar sem fólk þar vestra
er hvatt til þess að sniðganga íslenskar sjávarafurðir. En auðvitað verðum við
að segja söguna alla og geta þess að sýnilega er ekki um að ræða óvild í garð
hins norræna kynþáttar, heldur tengist áróðurinn hvalveiðum okkar og þar nam ég
einmitt svolítið staðar í vangaveltum mínum, því hin öfgakennda hræsni kanans þykir
mér alltaf vera með miklum ólíkindum þegar þau sjávarspendýr eru til
umfjöllunar.
Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn
hafi upp úr 1970 sett lög sem bönnuðu hvalveiðar svo og alla verslun með hvalaafurðir
í bandarískri lögsögu, drepa þeir (veiða ekki) ógrynni hvala á hverju einasta ári.
Hvernig gengur það upp?
Jú þeir veiða túnfisk í
Kyrrahafi.
Og hvað kemur það hvalveiðum
við.
Jú (aftur).
Túnfiskar og höfrungar lifa
oft í mjög sérstöku sambýli. Enginn veit nákvæmlega af hverju þeir
Í dag segja bandarísk
yfirvöld að um 1000 dýr deyi árlega við veiðarnar sem margir telja að sé
stórlega vanmetið, en tæknilega séð eru Bandaríkjamenn ekki beinlínis að stunda
neinar hvalveiðar í þessu tilfelli.
Ekkert er nýtt af dýrunum,
heldur er hræin einfaldlega skilin eftir í sjónum og drápin á höfrungunum eru
álitinn nauðsynlegur fórnarkostnaður við túnfiskveiðarnar.
Minnir svolítið á að þegar
óbreyttir borgarar falla í stríði er þetta orðalag "nauðsynlegur fórnarkostnaður"
stundum notað.
Ansi ógeðfellt.!
Norðmenn, Rússar, Japanir,
Danir (Grænlendingar og Færeyingar), Bandaríkjamenn (frumbyggjar í
Ætli Kaninn þori ekki á
ráðast á stærri og öflugri þjóðir (sér auðvitað ekki bjálkann í sínu egin auga)
og kýs frekar að berja á hinni agnarsmáu örþjóð lengst út í ballarhafi bara af
því að hún liggur betur við höggi?
Rétt eins og stórir og illa
innrættir strákar ráðast frekar á sér yngri og minni drengi og leggja þá í
einelti, frekar en að appast upp á jafnoka sína.
Uppátækjasamir landar þeirra
sjá svo bissnesljósið í módelinu og hafa sett á stofn fjölda félaga (sem eru þó
miklu frekar rekin eins og hardcore bissnessfyrirtæki), markaðssetja þau með
jákvæðri glansímynd þar sem velferð dýra á að vera höfð að leiðarljósi og græða
vel á uppátækinu. Þannig sé ég þetta.
En í Ameríku eru það hetjur
sem drepa fólk.
Bresku hvalfriðunarsamtökin
Whale and Dolphin Conservation Society (WDCS) lögðu mjög hart að sér árið 2012
að koma í veg fyrir að fiskur frá HB Granda yrði seldur til íþróttafólks,
starfsmanna og áhorfenda á Ólympíuleikunum undir því yfirskini að þeir vildu
með því stuðla að verndun dýra í útrýmingarhættu og þvinga þannig íslendinga
til hlýðni.
Ja hérna. Líklega eru þessi
bretaskinn búnir að gleyma "Sunday, bloody, sunday".
Norðurameríska
matvælafyrirtækið High Liner Foods sem er að mestu með starfsemi sína í BNA og
Kanada, ætlar ekki eiga frekari viðskipti við HB Granda fyrr en það fyrirtæki
slítur öll tengsl sín við hvalveiðar.
Spurning hvernig HB Grandi á
að stjórna því hverjir kaupa og selja hlutbréf á frjálsum markaði.
Þessir "herramenn" bera auðvitað
við veiðum á dýrum í útrýmingarhættu.
Kanadamenn hafa líka verið að
veiða hvali þó í litlum mæli sé, en eru ekki aðilar að Alþjóða Hvalveiðiráðinu
og eru því svolítið fyrir utan "lög og rétt". Skyldu þeir taka tillit til þeirra
vísindalegu niðurstaðna sem eiga að vera grundvöllur að störfum þess?
Veit ekki, en vert væri að forvitnast
meira um það mál.
Stjórnendur High Liner Foods
hljóta að vera miklar tilfinningaverur sem láta tilfinningar sínar ráða gerðum
sínum frekar en skynsemina. Stór spurning hvort þeir eru í raun þokkalega vel
upplýstir eða láta kannski bara kúga sig til hlýðni vegna uppblásinna skoðana
þess hluta almennings (og fiskkaupenda) sem hefur verið plataður upp úr skónum með
auglýsingum vafasamra "verndarsamtaka"?
Vísindanefndir
Alþjóðahvalveiðiráðsins og Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins (NAMMCO)
hafa staðfest að stofnar hrefnu og langreyðar eru báðir ágætlega stórir. Þetta
eru þær tegundir sem Íslendingar nýta og hvorug þeirra er á válista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna
(IUCN) flokkuð sem dýrategund sem ógn steðjar að.
Þau samtök sem marg ítrekað
hafa gert og eru enn að
Á síðasta ári voru liðin 20
ár liðin frá því norskir hvalveiðimenn unnu sigur í baráttunni við Grænfriðunga
og "friðsamlegar" veiðar á hrefnu gátu hafist á ný.
Slagurinn varð mjög harður
sumarið 1993 þegar Grænfriðungar hugðust stöðva tilraun Norðmanna til að
endurvekja hvalveiðar sínar í atvinnuskyni. Einum hvalbáti var sökkt og hinn
óbilandi baráttumaður fyrir rétti Norðmanna Steinar Bastesen tók sér hvalskutul
í hönd, varð þjóðhetja í kjölfarið og var síðan kosinn á þing eftir slaginn.
Það er skemmtilegt að segja frá því að hann tók gjarnan hvalskutulinn sem varð sigurtákn
hans í "stríðinu" með sér inn í þingsali við mikinn fögnuð stuðningsmanna
sinna.
Sannur víkingur hann Steinar
Bastesen.
Þjóðin stóð þétt að baki
sínum mönnum, jók neyslu sína á hvalkjöti og tryggði þannig hvalveiðimönnum
sigurinn. Að lokum gáfust Grænfriðungar upp og Noregsdeild samtakanna lýsti því
yfir að veiðar á hrefnu við Noregsstrendur væru sjálfbærar.
Hvalir éta gríðarlegt magn af
ýmis konar fiskmeti. 5 milljónir tonna af uppsjávarfiski og bolfiski, 2,5
milljónir tonna af krabbadýrum og ógrynni af smokkfiski á ári hverju. Hrefnan
er talinn skæðust í þoskstofninum, hnúfubakur í síld og loðnu. Hver veit svo nema
þorskurinn sem Hafró týndi hér í eina tíð hafi að hluta til endað á sama stað
og Jónas forðum? Þ.e. í hvalnum.
Við þurfum að geta stýrt
stærð hvalastofna við landið til að jafnvægi haldist í fæðukeðjunni og nytjað
hvali rétt eins og önnur sjávardýr, því friðun þeirra myndi þýða með tíð og
tíma óhóflega fjölgun sem myndi leiða af sér mikinn samdrátt í fiskveiðum.
Nýlega var sýnd athyglisverð
mynd í RÚV þar sem þeirri hugmynd var velt upp hvort skordýr væru svarið við
ört vaxandi fjölgun og í leiðinni fæðuþörf mannkynsins á komandi árum.
Þá er bara spurningin hvort við viljum skordýr frekar en hvalkjöt á diskinn okkar.
Ég skal viðurkenna að ég
horfi stundum á myndbandið sem má sjá ef fylgt er slóðinni http://www.youtube.com/watch?v=2_mS9bLaqtk
og finnst hreint ekkert slæmt við það sem
þar ber fyrir augu. Mér finnst hryðjuverkamaðurinn Paul Watson og
Mér finnst það líka forkastanlegt ábyrgðarleysi
þegar menn á borð við Paul Watson manna skip sín með reynslulausum ævintýramönnum
sem sumir hverjir hafa að öllum líkindum aldrei migið í saltan sjó áður en þeir
sigla á vit ófriðarins. Þeir virðast (alla vega sumir hverjir) ekki vita svo ýkja
mikið um málstaðinn, en virðast kunna ágætlega og utanbókar ýmsa frasa og kennisetningar
sem æðsti presturinn hefur innrætt þeim.
En nei, ég ætla ekki að fara með
starfsmannafélaginu til
Nei alls ekki, og margt af
því er jafnvel betra en gengur og gerist. Það eru bara allir hinir
rugludallarnir sem eru því miður svo mikið bæði leiðandi og ráðandi. Það má því
orða það svo að það sé af pólitískum ástæðum sem ég vil sitja sem fastast á
Íslandinu góða.
Og því er við að bæta að það er leitt til þess að vita að á Íslandi dansa nokkrar óþjóðlegar undirlægjur og Kvislingar villtan dans óvinum okkar til heiðurs.