08.04.2014 05:12
Nákvæm tímasetning
922. Ég veitti þessum ostapakka athygli í búðarhillu á síðasta ári og l´+et mér í fyrstu fátt um finnast þar til ég sá að á honum var ekki bara dagsetning, heldur líka tímasetningin. Það fannst mér með slíkum ólíkindum að ég tók mynd af honum en gleymdi síðan málinu fljótlega. En núna upp á síðkastið þegar umræðan um hve ótrúlega miklu er hent af mat sums staðar heiminum meðan aðrir svelta hefur góðu heilli verið talsverð, rifjaðist upp myndin af ostinum. Þegar ég rakst svo á hana í einni myndamöppunni nýverið, dró ég hana fram á desktoppinn og hér er hún sem sagt komin.
Best fyrir 30.08.13. - Ok.
Það er ekkert nýtt fyrir neinum hér um slóðir, en bíðum nú við, auk þess klukkan
10.31.!
Kannski hefur þetta alltaf
verið svona en ég bara ekki tekið eftir því.
Þetta er auðvitað til mikilla
hægðarauka fyrir heittrúaða á slíkar leiðbeiningar, þ.e. allt nákvæmis og akkúratfólkið
sem fer í einu og öllu eftir slíkum dagsetningum.
Það þýðir væntanlega samkvæmt þeirra skilningi á áreiðanleika slíkra merkinga að ef þú gleypir ostinn í þig í síðasta lagi þ. 30.08.13 kl. 10.30 ættir þú að sleppa, en ef þú gerir það fáum mínútum síðar gæti þér orðið illa brátt í brók bremsufaramegin.