04.05.2014 03:29
Enn fleiri blá hús
928. Ég fékk á dögunum senda ábendingu vegna færslunnar "Blá hús", en Hlynur Arndal taldi að ég hefði alveg mátt hafa rúntinn örlítið stærri þar sem all nokkuð vantaði upp á úttektina. Hann var þá svo vinsamlegur að senda mér mynd af hinu glæsilega húsi sínu sem er númer 21 við Hverfisgötu hinnar syðri. Hann hefur nú bætt um betur og sent mér tvö blá hús til viðbótar og ég hef vegna frábærs árangurs hans í bláhúsaveiðum, útnefnt hann sem sérlegan bláhúsaleitarmann síðunnar. Ég gerði mér ekki grein fyrir að það væru svona mörg blá hús á Siglufirði, en eftir á að hyggja hefði ég auðvitað átt að vita betur. Bæði húsin sem bættust við að þessu sinni standa við Háveg hinn nyrðri og er örskammt á milli þeirra.
Annað húsið er númer 7, en þar búa
Ólafur Kárason og Þórey Guðjónsdóttir. Á undan þeim bjuggu þar Sigurður Þór
Haraldsson og María Jóhannsdóttir sem nú búa að Suðurgötu 57.
Hitt húsið er skráð 14b. Þar
hefur enginn haft fasta búsetu um áratuga skeið, en síðast bjó þar Þorvarður T.
Stefánsson byggingafulltrtúi (1900-1980) ásamt konu sinni Guðrúnu Pálsdóttur (1909-1994).
Myndunum hefur auk þess að fylgja
þessum nýskrifuðu orðum verið bætt í færsluna "Blá hús" hér að neðan.