12.05.2014 21:40

"Ísland fyrir Íslendinga"





931. Hlutirnir breytast og mennirnir með. Það sem einu sinni stóð fyrir eitt, stendur nú fyrir eitthvað allt annað og meira að segja orð og orðasambönd í okkar ástkæra ylhýra hafa mörg hver fengið alveg splunkunýja og jafnvel öndverða merkingu frá því sem áður var.

Ég gat ekki annað en brosað út í annað þegar ég rakst á forsíðu NEISTA frá árinu 1934. Á þeim tíma fór stéttvíst fólk fór í kröfugöngu hinn 1. maí og dagurinn var ekkert minna heilagur í hugum margra en ýmsar kirkjulegar stórhátíðir nema síður væri.

-

Meðal framámanna í Jafnaðarmannaflokki Siglufjarðar á þessum tíma voru t.d. Gunnlaugur Sigurðsson, Jóhann F. Guðmundsson, Arnþór Jóhannsson, Kristján Sigurðsson, Kristmar Ólafsson, Jón Jóhannsson, Guðmundur Sigurðsson og Pétur Vermundsson svo einhverjir séu nefndir, en ábyrgðarmaður NEISTA var Kristján Dýrfjörð.

-

Væntanlega hafa þessir ágætu menn tengt slagorðið fyrst og fremst við hina stoltu vinnandi stétt og hugsanlega einnig drauminn um frjálst og fullvalda Ísland tíu árum fyrir lýðveldisstofnunina, en nú stendur það m.a. fyrir þjóðrembu, fordómum og rasisma eins og við vitum.



Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 1102
Gestir í dag: 523
Flettingar í gær: 78
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 315334
Samtals gestir: 34333
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 18:58:59
clockhere

Tenglar

Eldra efni