27.08.2014 08:06
Sterakjöt
952. Í byrjun júlí sagði RÚV
frá því að smásölukeðjan Costco hefði hug á að opna risaverslun af áður óþekktri
stærð ásamt bensínstöð á Íslandi og leitaði nú eftir því við ráðuneyti hvort undanþágur
fengjust fyrir starfsemina. Costco vill flytja inn og selja ferskt bandarískt
kjöt auk lyfja og áfengis. Ljóst er að ef til kæmi, þyrfti að
Umræður um innfluttar kjötvörur eru þó síður en svo nýjar af nálinni og hefur sjaldnast skort á rök bæði með og á móti.
Vísir sagði frá því þ. 12. júlí
að í setningaræðu sinni á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins hefði Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson rætt um áhuga bandarísku verslunarkeðjunnar um að opna
verslun hér og sagði þá meðal annars.
"En 99% af því kjöti sem
framleitt er í þessum verksmiðjubúum í Bandaríkjunum er sterakjöt. Sprautað með
ýmis konar hormónum, testesteróni og hinu og þessu. Það er mjög óeðlilegt að
fóðra þessar skepnur með þessum hætti, þær eru grasbítar. Og afleiðingin er sú
að ýmis bakteríumengun, sérstaklega ekólibakteríur, eru í nánast öllum þessum
skepnum, langt umfram það sem eðlilegt er. Svo er auðvitað sýklalyfjum dælt út
í aumingja skepnurnar, því annars berast alls konar smitsjúkdómar þarna á milli
í þessum gríðarstóru verksmiðjubúum," Og viðbrögðin við orðum forsætisráðherra
létu auðvitað ekki standa á sér og sýnist sitt hverjum eins og búast mátti við.
Mbl. segir í mars 2008
"Ekkert kemur í veg fyrir að
kjöt af skepnum sem hafa fengið vaxtarhormón sé flutt til landsins. Engin
ákvæði eru í reglum um merkingar og eru dæmi um að hormónasprautað kjöt hafi
verið selt hér".
Vikublaðið birti grein um málið
um málið 1994 og í innganginum að henni var tónninn gefinn
"Hvernig litist þér á hormónakjöt í kvöldmatinn? Eða kjöt sem er mengað af
skordýraeitri, illgresiseyði
og aðskiljanlegum öðrum lyfjum og eiturefnum?
Hefurðu ekki lyst? Það er
ekki von. Evrópubúar og Bandaríkjamenn eru líka
að missa lystina á svona mat
og hafa æ meiri áhuga á lífrænt ræktuðu kjöti
og öðrum landbúnaðarafurðum
sem eru lausar við aukaefni. Það getum við
íslendingar boðið og á þessu
sviði eigum við mikla möguleika til útflutnings.
Að vísu er verðið sem okkur
býðst enn ekki nógu hátt til þess að borga
kostnað en flestir telja að
eftirspurn muni fara vaxandi og verð hækkandi. í
þessu eins og öðru þurfum við
að sýna þolinmoði, ekki
vonir en halda áfram að vinna
að markaðs- og sölumálum".
Á bloggsíðunni http://www.bullogsteypa.blogspot.com/ mátti lesa þettmálum".a skemmtilega komment.
"Grillað hormónakjöt í ameriku,
já offer sér fyrir sér ca. hálfsfermetra lærisneið sem grillast á risagrilli úr
ryðfríu stáli í risastórum garði fyrir framan eða aftan risastórt hús með
kvistum og turnum og við húsið stendur risastór pikkup og risastór van. Í
garðinum er risastór sundlaug undir risastórum trjám og við risastóra ryðfría
grillið stendur risastór sveittur hormóna-ameríkani í risastórum hnébuxum sem
eru ekki með gulrótarsniði né reiðsniði og offer hugsar ósjálfrátt hvort geti
verið að risvandamál þjái hann ? því vill offer hvetja bullogsteypu til að
passa sig vel þegar hún heimsækir risann í vestri".
En í framhaldinu af
framanrituðu getum við Íslendingar svo velt því fyrir okkur hvort við viljum verða enn amerískari í útliti en við erum nú þegar. Kannski ekki svo vitlaust að
íhuga það vandlega á meðan við við skoðum myndina hér að ofan.