03.09.2014 10:36
KANTARELLUR, - hvað er nú það?
953. Þegar ég fór
Þar voru Kantarellur boðnar
til sölu, en hvað er nú það hugsaði ég með mér. Ég varð strax forvitinn, enda
er ég það að eðlisfari og gerði það sem lá beint við, þ.e. "gúgglaði mig til
vitneskju" um málið. Kantarellur reyndust ekki tengjast kaþólskri trú eða Páfanum
á neinn hátt eins og mér hafði fyrst dottið í hug, ekki vera handverkfæri frá
liðnum öldum sem nýttist aðallega við smíði súðbyrtra sexæringa eða eitthvað
til að halda við kantinn á kössunum í Kassagerðinni meðan þar voru einungis smíðaðir
trékassar, heldur SVEPPIR og þeir af einni bestu og ljúffengustu tegund sem um
getur.
Kantarella eða Cantharellus
cibarius heitir Rifsveppur á íslenzku og er ekki mjög algengur hérlendis, en finnst
þó á einstaka stað og þá jafnvel í allmiklu magni. Hann er gulur eða rauðgulur
á litinn, með rifjum neðan á hattinum og niður á stafinn. Hann vex einkum í
skóglendi, en einnig í móum. Hann finnst á fáeinum stöðum á íslandi, m.a. í Fljótunum,
á vestfjörðum við utanverðan Eyjafjörð, í utanverðum Axarfirði og í Norðurárdal
í Borgarfirði Rifsveppurinn er einn af allra eftirsóttustu matsveppum, enda
mjög ljúffengur. Hann tilheyrir flokki vanfönunga, og klæðir kólflagið að utan
rifin neðan á hattinum.
Ég hvet alla sælkera og áhugafólk
um matargerð þar sem sveppir koma við sögu, til að kíkja á Kantarellurnar í smáauglýsingunum
á siglo.is.