18.09.2014 05:04
Flækingsgrey á faraldsfæti
955. Meðan bærinn sefur gerist margt undarlegt sem enginn sér.
(Eða nánast enginn).
Ég sendi þessa mynd til góðra
drengja sem ég þekki á heimaslóðum, en þeir sýndu svo aftur tveim ungum mönnum
myndina. Þeir síðarnefndu könnuðust alls ekki við að hafa rekist á þessa náunga
á þessum slóðum þrátt fyrir að þeir væru mikið á ferðinni í miðbænum á ýmsum tímum
og töldu að þessar "mannaferðir" þyrftu frekari athugunar við. Það fylgdi
reyndar sögunni að þeim hafi eiginlega ekkert litist á þessa ferðalanga röltandi
um miðja Aðalgötu bæjarins að næturlagi og þrátt fyrir tímasetninguna væri það
líka undarlegt hve fáir hefði orðið varir við þá.
Allt var þetta mál hið
grunsamlegasta að þeirra mati.