03.10.2014 09:56

Fyrir ofan eða neðan mynd?

958. Í fyrradag leit ég sem oftar inn á siglo.is og sá þar m.a. frásögn Finns Yngva um heimsókn í kirkjuskólann þar sem viðfangsefnið var sköpun heimsins og alls þess sem honum fylgir og fylgja ber. Því var auðvitað einnig minnst á þann hluta sköpunarverksins sem lýtur að tilurð mannsins í heildarmyndinni.

Sjá http://www.siglo.is/is/frettir/skopun-heimsins-raedd-i-sunnudagsskolanum


Ég "skrollaði" niður síðuna og skoðaði myndirnar hverja af annarri ásamt meðfylgjandi texta, en nam að lokum staðar við neðstu myndina þar sem ég ruglaðist aðeins í ríminu.

Ég hafði skömmu áður verið að kíkja inn á síðu sem haldið er úti af góðum dreng að vestan, en hann hefur þann háttinn á að textinn sem á við myndirnar er alltaf staðsettur fyrir ofan þær. Sjálfur hef ég lagt í vana minn að hafa textann undir myndinni.

Eitthvað gerði það að verkum að ég staldraði við í lestrinum, hrukkaði ennið og velti fyrir mér hvort ætti betur við í þessu tilfelli.



Myndin er fengin "að láni" á siglo.is og hugmyndinni er velt upp í fullvissu um að hlutaðeigendur hafi húmor fyrir pælingunni.


Fyrir ofan myndina stóð "Á sjöunda degi skapaði guð manninn í sinni mynd."

Getur það verið hugsaði ég með mér. Skyldi guð hafa litið svona út?

Þær myndir sem ég hef séð af honum sýna miklu eldri mann með lítið hár en mikið grátt skegg og svipar mun miklu meira til sr. Sigurðar en Hrólfs.

En kannski leit guð svona út á sínum yngri árum. Hvað veit ég sosum?

En fyrir neðan myndina stóð svo "Sumir voru mjög ánægðir að heyra af vöfflunum sem biðu á kirkjuloftinu." Kannski sá myndatexti falli betur að þankagangi þess sem er í forgrunni myndarinnar. - Hver veit?

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 505
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 495882
Samtals gestir: 54725
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 15:25:38
clockhere

Tenglar

Eldra efni