05.10.2014 09:51

Nokkur orð um flugvöllinn

Ljósmynd SPÓ.


959. Fyrr á árinu upplýsti Isavia að til standi að loka Siglufjarðarflugvelli ásamt flugvöllunum á Kaldármelum og Sprengisandi á árinu, en áður mun alls sjö flugvöllum hafa verið lokað frá árinu 2007.

Þeir sem fylgst hafa með umræðunni vegna flugvallarlokunarinnar, hafa eflaust tekið eftir að ekki eru allir fullkomlega sáttir við þær aðgerðir.

Isavia annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla á Íslandi og samkvæmt heimasíðu þess eru flugvellir og lendingarstaðir á landinu um fimmtíu talsins.

Friðþór Eydal talsmaður Isavia segir þetta gert vegna hagræðingar þar sem takmörkuðu fé sé ætlað til viðhalds og rekstrar flugvalla.

"Ríkisvaldið hefur kosið að veita frekar fé til að viðhalda áætlunarflugvöllum og sjúkraflugvöllum og Isavia gerir náttúrulega ekkert annað það sem ríkisvaldið felur félaginu í þessu efni," segir Friðþór ennfremur.


Talið er að lokunin geti haft neikvæð áhrif á ferðaþjónustu í bænum, en miklum fjármunum hefur verið varið í slíka uppbyggingu síðustu árin.

Orri Vigfússon og félagar sem eru að reisa 1.500 fermetra veiði og skíðahús í Fljótunum, hefur velt upp þeirri hugmynd að fá að yfirtaka völlinn og annast rekstur hans.

Athyglisverð hugmynd sem hlýtur að verða skoðuð vandlega.

Róbert Guðfinnsson sem stendur fyrir byggingu glæsihótels ásamt því að reka tvo verulega flotta veitingastaði, segir "skondið að fá þessa sendingu ofan í 17. júní ræðu forsætisráðherra þar sem hann hvatti til fjárfestinga og eflingu landsbyggðarinnar".

Góður punktur Róbert.


Árið 2008 kom upp talsvert umræða um að loka flugvellinum, en Kristján L. Möller þáverandi samgönguráðherra sagði að ekki stæði til að leggja niður Siglufjarðarflugvöll. Í ályktun Framsóknarfélaganna á Siglufirði var því einnig harðlega mótmælt að flugvöllurinn verði lagður niður því hann gegni mikilvægu öryggismáli fyrir íbúa Fjallabyggðar.


Eins og kom fram á siglo.is þ. 1. okt. sl., spurði Snæfríður Ingadóttir hjá sjónvarpsstöðinni N4 íbúa Fjallabyggðar út í lokun flugvallarins á Siglufirði og skiptust skoðanir svarenda alveg í tvö horn eftir því hvorum megin Héðinsfjarðar þeir bjuggu.

Sjá: http://www.n4.is/is/thaettir/file/flugvollur-a-siglo-tharf-hann-ad-vera-

 

                                    

Myndin var fengin úr safni Steingríms Kristinssonar, en þar má sjá flugvellina tvo í þeirri mynd sem þeir voru notaðir um og eftir miðja síðustu öld.


Nú þegar lokunin er komin til framkvæmda hittir svolítið einkennilega á, - mér liggur kannski frekar við að segja óskemmtilega á, því að í ár hefði verið full ástæða til að minnast "afmælis" flugvallarins og einnig tímamóta í flugsögu Siglufjarðar.

Laust fyrir kl. 15 laugardaginn 18. September 1954 lenti tveggja sæta flugvél á túninu sunnan við Hól. Þetta mun vera hafa verið fyrsta landflugvélin sem lenti á Siglufirði ef frá er talin bandarísk herþyrla sem lenti á íþróttavellinum 1952

Árið 1984 var flugvöllurinn lengdur úr 700 í 1100 metra. Skútuánni var þá veitt nýjan farveg og neðri hluta Ráeyrar lækkaður verulega. Þetta var því talsverð framkvæmd.



Ljósmynd Steingrímur


Á árinu 1965 var byrjað að dæla sandi í nýtt flugvarllarstæði neðst í landi Saurbæjar og ári síðar var nýr flugvöllur tekinn í notkun.

Sá viðburður átti sér þar stað að flugvél af gerðinni Douglas DC3 Dakota eða "Þristur" eins og slíkar velar eru oftast nefndar, lenti á hinum nýja velli og mun lendingin hafa tekist með ágætum.

Fyrir þann tíma hafði stutt flugbraut á Ráeyri sinnt þeim þörfum bæjarbúa sem tengdust samgöngum í lofti. Aðeins litlar tveggja til fjögurra sæta flugvélar gátu lent þar og hún hafði þá sérstöðu að vera vera sú eina á landinu þar sem ekki sást milli enda vallarins.

Sjá: http://157.157.96.74/gamli/morgunbl-6711.htm

Heimildir: Mbl.is, Siglfirðingur, Norðanfari, Rúv.is, sksiglo.is, siglo.is, Siglfirskur annáll / Þ. Ragnar Jónasson.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 189
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 495566
Samtals gestir: 54649
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 12:53:35
clockhere

Tenglar

Eldra efni