23.10.2014 14:20

Svolitlar vangaveltur um ljótan mat og flotta ketti



961. Því er líklega þannig farið hjá fleirum en mér að afgangarnir frá deginum áður rata gjarnan ofan í nestisboxið þegar haldið er til vinnu. Að sýna nýtni og aðhaldssemi í þeim efnum tel ég að sé mjög skynsamlegt burtséð frá efnahag, og að hafa miklu frekar og meira með lífsstíl og jákvæða innrætingu að gera en bein sparnaðarsjónarmið. Við bara hendum ekki mat.

Og þannig var það einmitt einn daginn í vikunni sem leið þegar ég hafði með mér afgang af pastarétti sem varð tilefni vanganeltna sem mig langar að deila með ykkur sem hingað kunna að rata.

Þegar þar kom að ég fékk minn hálftíma í mat á um það bil miðri vaktinni, var ég farinn að finn til svengdar og var þess vegna kannski svolítið stórstígur þegar ég gekk yfir á kaffistofuna okkar í Hamraborginni, skellti innihaldinu úr boxinu á disk og opnaði dyr örbylgjuofnsins. En á því augnabliki þegar fóðrið var á leið inn í kjarnorkuna, varð mér litið á það sem ég hugðist setja ofan í mig og staldraði við svolítið andartak, virti "kræsingarnar" fyrir mér og nokkrar undarlegar hugsanir flugu í gegn um hugann.



Það eru engar ýkjur að það hafi verið verulegur dagamunur á hve góðir vinir sambýlingarnir voru í lifanda lífi þrátt fyrir að þær mættu stundum ekki af hvor öðrum sjá, en þeir náðu báðir sautján mannára aldri sem telst vera ágætt þegar kettir eru annars vegar.


Fyrsta hugsunin var; skyldi ég hafa tekið kattamatinn í misgripum fyrir nesti dagsins? Nei, það getur tæpast verið því það eru liðin nokkur ár síðan heimiliskettirnir tveir hurfu á vit forfeðra sinna og mæðra og alla leið til andalands kattanna hvar sem það nú er. En ef svo hefði verið, hvað þá? Jú líklega væru þeir félagarnir þá akkúrat núna að skófla í sig samloku gerða úr Bónusbrauði, skinku, osti, sterku pepperoni, tómötum og súrum gúrkum. Og auðvitað með dásamlega sinnepinu sem fæst bara í Krónunni. - Namm.!

Kettirnir væru þá orðnir grænmetisætur og auk þess hallir undir sterkan mat

Neeeei, þeir voru það reyndar aldrei í lifanda lífi og verða það varla úr þessu og hættum nú að steypa svona.

En það er af þessari torkennilegu "slettu" á myndinni að segja að maður á ekki altaf að dæma eftir útlitinu, - hún var nefnilega (afsakið orðbragðið) alveg drullugóð.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 149
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 495526
Samtals gestir: 54633
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 12:10:01
clockhere

Tenglar

Eldra efni