26.10.2014 04:38

Afmælistónleikar Þorvaldur Halldórsson - Á sjó - 70 ára

Myndin var tekin á æfingu fyrir Bítlatónleika sem haldnir voru á Kaffi Rauðku á Síldarævintýrinu 2013.

 

962. Og af því tilefni ætlar hann að halda afmælistónleika í Grafarvogskirkju

miðvikudagskvöldið 29. október kl. 20.30

Þar mun hann rifja upp helstu lögin af ferli sínum, allt frá fyrsta laginu sem hann söng opinberlega, lögin með hljómsveit Ingimars Eydal og til laga sem hann hefur samið og sungið allt til dagsins í dag.

Hann hefur fengið valinkunna söngvara og hljóðfæraleikara til liðs við sig 

og skal þar fyrst nefna - Helenu Eyjólfsdóttur, 

en þau munu rifja upp nokkra dúetta og fleira.

Einnig syngja Þorvaldur sonur hans, Kristjana Stefáns, Gísli Magna og Alla Þorsteins. 

Þá munu Margret kona hans og Páll Magnússon líka taka lagið með honum.

Í hljómsveitinni verða: 

Gunnar Gunnarsson, píanó, hljómborð;Jón Rafnsson, bassi; Sigurður Flosason, sax, klarinett; Jón Elvar Hafsteinsson, gítar og Hannes Friðbjarnarson, trommur.

 

Sjáið endilega frábært viðtal Eddu Andrésardóttur frá árinu 1992 við þá félaga Ólaf Ragnarsson höfund textans "Á sjó" og Þorvald Halldórsson.

Slóðin þangað er: https://www.youtube.com/watch?v=XlAJ0mTVgp0

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 120
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 383
Samtals flettingar: 480837
Samtals gestir: 53309
Tölur uppfærðar: 5.12.2024 04:33:36
clockhere

Tenglar

Eldra efni