Færslur: 2013 Júlí
30.07.2013 08:24
Nokkrar sumarlegar myndir frá Sigló með meiru
30.07.2013 04:47
Auglýsingin á Sparisjóðnum
24.07.2013 23:52
Póstkort
15.07.2013 19:06
Hátt uppi
14.07.2013 04:27
Á strætórúntinum um Kópavog
09.07.2013 23:55
Kvöldganga á Helgafell
01.07.2013 23:43
"Stóreflis ÚFÓ af himnum ofan datt..."
872. Skyldu einhverjar framandi verur hafa týnt geimfarinu sínu þarna í uppsveitum Kópavogs, eða eru einhverjar jarðbundnari skýringar til á því sem þarna ber fyrir augu? Sennilega verða fæstir þeirra sem eiga leið um Vatnsendaveginn mikið varir við þetta stórhýsi, enda skilur há hljóðmön Fagraþingið frá þeirri götu. En þegar ég á leið þarna hjá sem er ansi oft, sit ég gjarnan mun hærra en almennt gerist og hef því mun betri yfirsýn yfir það sem mörgum öðrum er hulið. Ég hafði fregnað að þetta muni vera hið fræga hús Kára Stefánssonar, og þegar ég átti leið þarna um án þess að vera bundinn klukkunni um of, leyfði ég mér að gera örstuttan stans og smella af nokkrum sinnum á þetta furðuverk og það meira að segja frá báðum hliðum. En ég skal viðurkenna að ég var svolítið órólegur meðan ég staldraði við og gaf mér því ekkert umfram hæfilega langan tíma til skoðunnar og yfirlits, því svæðið er auðvitað þrælvaktað og ef vel var að gáð, mátti koma auga á nokkrar eftirlitsmyndavélar með ísköld, stafræn, glampandi, illkvittnisleg, ópersónuleg og ómanneskjulega vökul linsuaugu sem fylgdust með húsinu og næsta nágrenni þess.
-
Sögur af byggingu þess hafi oft og iðulega ratað í fjölmiðla og hafa fréttirnar undantekningalítið verið heldur í skrautlegri kantinum. Hér eru nokkur dæmi:
-
Fundargerðir Kópavogsbæjar 22. mars 2006
"Kári Stefánsson, Hávallagötu 24, Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús að Fagraþingi 5. Teikn. Hlédís Sveinsdóttir."
9. okt. sama ár var umsóknin samþykkt og þess má gjarnan geta að Hlédís Sveinsdóttir er dóttir Sveins Eyjólfssonar fyrrverandi blaðaútgefanda.
-
5. júní 2008 má sjá eftirfarandi athugasemd í fundargerðum Kópavogs.
"Fagraþing 5, undirbúa afturköllun lóðar. Framkvæmdir nú í fullum gangi. Athuga stöðu við næstu yfirferð."
-
Pressan 20. ágúst 2010
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið framkvæmdir á lóð sinni í Kópavogi, eftir ítrekuð tilmæli frá Kópavogsbæ. Hugmyndir Kára og Kópavogsbæjar ríma þó ekki alveg saman, því Kópavogsbær vill að Kári klári verkið en Kári vill byggja í áföngum.
Pressan greindi fyrst frá því í apríl að Kópavogsbær hafi hótað Kára dagsektum ef hann gengi ekki frá lóð sinni við Fagraþing 5 í Kópavogi, þannig að ekki stafaði hætta af. Í júlí hafði enn ekkert gerst í málinu og höfðu sektirnar, sem námu 20 þúsund krónum á dag, hrannast upp og var heildarupphæðin komin upp í tæpa milljón.
-
DV. 10. sept 2010
Eykt stefndi Kára fyrr á þessu ári vegna verksamnings þeirra á milli. Húseignin sem um ræðir er ókláruð og stendur við Fagraþing 5, Kópavogsmegin við Elliðaárvatn. Eykt hóf að byggja hið ókláraða húsið, sem samkvæmt fasteignaskrá verður um 550 fermetrar að stærð. Kári og Eykt deila um greiðslur vegna verksins. Heimildir DV herma að krafa byggingafélagsins hljóði upp á rúmar 11 milljónir króna, auk vaxta, útaf viðbótarkostnaði vegna tafa. Þær tafir vill Eykt meina að hafi orðið þar sem Kára hafi um tíma skort nauðsynleg leyfi fyrir framkvæmdunum.
Í lok júní sagði Kári í samtali við DV að hann væri búinn að borga byggingafyrirtækinu hverja krónu og gott betur. Hann var vongóður um sigur fyrir dómstólum enda sé hann vanur að hafa rétt fyrir sér.
-
Pressan 24. júní 2011.
Hús Kára, eða réttar sagt skortur á húsi hans, komst í fréttirnar í fyrra eftir að Kópavogsbær beitti hann dagsektum. Lóð Kára hafði staðið ófrágengin í töluverðan tíma, nágrönnum hans til mikillar mæðu.
-
Fréttatíminn 25. nóv. 2011
"Hriflu-villa Kára fór á 110 milljónir
Ingólfur Friðjónsson, framkvæmdastjóri löginnheimtu Frjálsa fjárfestingabankans, hefur fest kaup á hinu fræga húsi Hamragörðum sem standa við Hávallagötu. Ingólfur, sem var sæmdur heiðursorðu íþróttafélagsins Vals árið 2008, greiddi 110 milljónir fyrir húsið í peningum."
"Ljóst er að ekki mun væsa um Ingólf við Hávallagötuna. Húsið er 329 fermetrar og sérlega reisulegt. Það er teiknað af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1941. Upphaflega var húsið ætlað skólastjóra Samvinnuskólans. Sá var á þeim tíma sjálfur Jónas frá Hriflu og bjó hann í húsinu til dauðadags. Félag Kára keypti húsið af Elfari Aðalsteinssyni, syni Alla ríka á Eskifirði, árið 2002."
DV. 27. apríl 2012
"Ekki enn sem komið er, en hver veit, dagurinn er ungur," segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, aðspurður hvort hann hafi sigað lögreglu á iðnaðarmenn sem komu að byggingu rúmlega 600 fermetra einbýlishúss hans við Fagraþing í Kópavogi."
-
DV. 10. des. 2012
"Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, þarf að greiða rafverktakanum Elmax 1,1 milljón króna samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í dag.
Málavextir eru þeir að Kári fól Elmax að athuga hvort allar lagnaleiðir fyrir rafmagn væru opnar og óskemmdar í nýbyggingu við Fagraþing 5 í Kópavog í fyrra. Þegar verkinu var lokið gaf Elmax út tvo reikninga vegna vinnunnar sem Kári mótmælti sökum þess að honum fannst Elmax rukka of mikið fyrir vinnuna.
Kári hafði látið matstækni fara leggja mat á vinnuna sem starfsmenn Elmax unnu af hendi og var niðurstað þess mats að heildarkostnaður vinnunnar var 310 þúsund krónur sem Kári greiddi Elmax í apríl á þessu ári og taldi hann það vera fullnaðargreiðslu fyrir vinnunna.
Féllst Elmax ekki á þetta og stefndi því Kára.
Kári var einnig gert að greiða fjögur hundruð þúsund krónur í málskostnað."
-
DV. 19. febr. 2013
"Þetta er mjög einföld deila á milli verktaka og verkkaupa
um frágang á verki," segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar
erfðagreiningar, um dómsmál sem verktakafyrirtækið Fonsi ehf. höfðaði á hendur
honum. Fyrirtækið vann að byggingu húss Kára við Fagraþing í Kópavogi og forsvarsmenn
þess telja hann skulda sér á annan tug milljóna króna fyrir verkið. Fyrirtaka
fór fram í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn föstudag. Lögmaður Kára
lagði fram matsgerð
Dómsmálið hefur staðið yfir í þó nokkurn tíma og greindi DV frá því í maí á síðasta ári að lögmaður hefði lagt fram greinagerð fyrir dómi. Þar kom fram að Kári teldi sig hafa gert upp við verktakafyrirtækið en hann hefur borgað þeim um 60 milljónir króna fyrir verkið.
Í greinargerðinni kom einnig fram að Kári teldi fyrirtækið skulda sér rúmlega 30 milljónir króna fyrir ofgreiðslu verklauna og galla.
Sigurbjörn Þorbergsson, lögmaður Fonsa, sagði í samtali við DV að ekki hefðu neinar sáttaumleitanir átt sér stað í málinu en nú þegar matið liggi fyrir sé kominn frekari grundvöllur fyrir hugsanlegri sátt.
Önnur fyrirtaka í málinu verður 15. mars næstkomandi og fer aðalmeðferð fram í kjölfarið nema aðilar semji sín á milli.
Töluvert hefur verið fjallað um byggingu hússins sem stefnir í að verða glæsihöll klædd með títani."
Í sama blaði er eftirfarandi gullkorn haft erftir Kára.
"Ég hef átt skrautleg samskipti við iðnaðarmenn, ég viðurkenni það. Enda eru iðnaðarmenn skrautleg stétt almennt," sagði Kári í samtali við DV á síðasta ári."
-
Viðskiptablaðið 1. júlí 2013-07-01
"Þarf að rukka Kára Stefánsson fyrir garðinn í dómsal
Guðmundur Jónsson segir erfitt að rukka Kára Stefánsson. Nær allir hafi þurft að fara í mál sem komu að verki fyrir hann.
"Það er ekki hægt að vinna fyrir Kára öðruvísi en að rukka hann með lögfræðingum," segir Guðmundur Jónsson hjá Torfi túnþökuvinnslu á Hvolsvelli. Hann hefur stefnt Kára Stefánssyni, forstjóra og stofnanda DeCode, vegna vangoldinna reikninga upp á þrjár miljónir króna. Fyrirtæki Guðmundar sá um að tyrfa lóð við nýlegt hús Kára við Fagraþing í Kópavogi. Húsið er engin smásmíði, rúmir 500 fermetrar að stærð og lóðin eftir því.
Bygging hússins hefur ekki gengið vandræðalaust fyrir sig. Árið 2010 stefndi byggingafélagið Eykt Kára vegna 11 milljóna króna viðbótarkostnaðar við byggingu hússins og þurfti rafverktakinn Elmax þurfti að fara með ógreidda kröfu á hendur honum fyrir dóm. Kári tapaði málinu i Héraðsdómi Reykjavíkur en fór þá með það í Héraðsdóm Reykjaness. Þá hótaði Kópavogsbær því að sekta Kára vegna tafa við frágang á lóðinni við húsið árið 2010. Túnþökuvinnslan tók verkið að sér í fyrrahaust.
Þurfti að vinna verkið aftur
Guðmundur segir í samtali við vb.is farir sínar ekki sléttar. Hann segir fyrirtækið hafa lagt torf á lóðina við hús Kára en hönnuði hússins og lóðarinnar snúist hugur, hann gert breytingar og látið vinna verkið aftur. Guðmundur segir að ætlast hafi verið til þess að verktakinn tæki á sig kostnaðinn við að vinna verkið aftur.
"Ég kom að þessu verki vegna þess að enginn vildi vinna
fyrir Kára, tók ábyrgð á þessu öllu saman og skaffaði menn, efni og vélar og
borgaði það. Ég ætlaði aðeins að selja honum torf og við ætluðum að hespa
þessari lóð af. Við sömdum um að
Kári Stefánsson er sáttur við að málið fari fyrir dómstóla.
"Þetta er bara maður sem bauð í verk. Hann bauð í það ákveðna upphæð. Þegar hann var hálfnaður með verkið þá sendi hann okkur reikning sem var þremur milljónum krónum hærri en sem nam heildarupphæðinni í verkið án þess að fyrir því fyndist nokkur skýring. Ég er ósköp sáttur við það ef hann vill fara með málið fyrir dóm til að skera úr um hvor okkar hefur rétt fyrir sér. Til þess eru dómstólar," segir Kári í samtali við vb.is."
-
Og svo mætti eflaust lengi telja ef menn nenntu að "gúggla" svolítið meira. Til "gamans" má geta þess að hvorki fleiri né færri en fimm byggingarstjórar komið að byggingu hússins og talsvert er eftir enn.
Húsið að neðanverðu
-
Og svo að muna bara, alveg sama hvað hann biður þig fallega; - "ekki skrifa hjá Kára."
- 1