15.05.2007 03:30

Kvöldsólin og pósturinn sem hvarf.

373. Fyrir nokkrum dögum síðan roðuðu logar kvöldsólarinnar himininn í meira lagi og lituðu hann eldlitunum kvöld eftir kvöld. Svo mikil og afgerandi var litadýrðin að engu skipti hve djúpt ég var sokkinn ofan í sófann fyrir framan imbann, það varð engan vegin undan því vikist að standa upp og gera sér ferð út í litadýrðina og blíðuna til að fanga augnablikið. En eins og þeir vita sem fylgst hafa með sjónarspili slíkra ofurljósgeisla, standa þessir dýrðarinnar tímar oftast ekki yfir nema svolitla stund. Það dugði því ekki að slóra neitt, heldur varð að fara út að skjóta og það með hraði. Svolítið sýnishorn af uppskerunni er svo hér að neðan.

Perlan séð frá veðurstofunni.

Grótta.

Séð yfir Elliðavatn frá Heiðmörk.

Efstu byggðir Kópavogs séðar frá Heiðmörk.

Hafnarfjarðarhöfn sunnanverð.

Hafnarfjarðarhöfn norðanverð.



Horft til Álftaness frá Hafnarfirði.

Hafnarfjörður til norðurs ofan af Hamrinum.

Sólin að setjast ofan á Snæfellsjökul. Myndin er tekin úr hlíð Ásfjallsins.

En að öðru máli... Ég hef verið í vandræðum með póstforritið í tölvunni hjá mér undanfarnar vikur. Í upphafi var hægt að tala um einhverja hnökra sem versnuðu síðan smátt og smátt svo á endanum var allt komið í eina allherjar steik. Mér fannst í fyrstu ég vera farinn að fá óeðlilega lítinn póst sem minnkaði stöðugt eftir því sem á leið og í lokin hætti hann alveg að berast. Á sama tíma var líka sífellt erfiðara að koma tölvupóstinum frá sér og í einhverjum tilfellum tókst það alls ekki og það kom fyrir að það var hringt í mig og spurt um eitt og annað sem átti að vera á leiðinni. "Fráveitan" stíflaðist síðan líka alveg í lokin. Í gær (mánudag) gafst ég upp á þessu fúla ástandi og hitti Siglfirðinginn Jón Pálma hjá Tölvuvirkni, og honum tókst að leysa málið að mestu. Eftir stendur þó að engar sendingar inn og út eru til frá 16. apríl til 14. maí. Þær virðast með öllu horfnar og algjörlega "óínáanlegar." Ef einhver sem les þetta hefur sent mér póst á leor@simnet.is á þessu tímabili, bið ég þann hinn sama að senda það aftur.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 119
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 403
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 318146
Samtals gestir: 34907
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 09:38:55
clockhere

Tenglar

Eldra efni