29.10.2013 10:57

Reykjavík undir rauðum himni

892. Síðdegis á laugardeginum þeim 26., var ég að koma úr Kolaportinu og átti þá leið fram hjá Tjörninni. Ég hafði tafist óvenju lengi við frágang á básnum okkar, klukkan var næstum orðin sex og því fyllilega tímabært að drífa sig áleiðis heim. (Já Kolaportið, ég átti alveg eftir að segja frá því ævintýri. Stefni á að gera það í vikunni). En þar sem ég ók fram hjá Tjörninni blöstu við mér litir himinsins eins og þeir gerast rauðastir. Ég gat því eiginlega ekki annað en stöðvað bílinn og stigið út og mundað myndavélina nánast í leiðinni. Svona augnablik standa nefnilega ekkert allt of lengi yfir og því verður að fanga augnablikið meðan það varir. Þarna voru fjölmargir útlendingar sem beindu myndavélum sínum ýmist til himins, út á tjörnina, eða hver að öðrum til að nýta þennan ægifagra bakgrunn sem náttúran lagði þeim til bæði skyndilega og óvænt. Hrifninga og undrunarstunur þeirra blönduðust síðan kvaki fuglanna sem syntu við bakkann í leit að brauðmolum frá velviljuðum vegfarendum. Þetta var allt í senn, frábær landkynning, mikilfenglegt sjónarspil og óður frá náttúrunni til okkar mannanna.

Hér eru nokkur sýnishorn.












En það er síðan annað mál að á svona stundum vildi ég svo gjarnan eiga betri myndavél.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 380
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 903
Gestir í gær: 489
Samtals flettingar: 323771
Samtals gestir: 36184
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 02:56:34
clockhere

Tenglar

Eldra efni