Blog records: 2014 N/A Blog|Month_1
19.01.2014 04:41
Skrýtnar fréttir
907. Það má oft hafa mjög gaman
af þeim fréttum sem eru á einhvern hátt öðruvísi og óhefðbundnari en öllu því staðlaða
og sterilíseraða efni sem algengast er að sett sé upp í fjölmiðlum samkvæmt
viðurkenndum og margreyndum uppskriftum, og matreitt ofan í neytandann eftir þróuðum
formúlum markaðshyggjunnar. Stundum getur klaufalegt orðalag og/eða ambögur blaða
og fréttamanna hreinlega bjargað hvunndeginum hjá hinum týpíska meðaljóni úti bæ,
að ógleymdum stórskrýtnum frásögnum af undarlegu fólki og enn undarlegri atburðum
sem eru oftast miklu líkari lýginni en sannleikanum, þrátt fyrir að hið síðar nefnda
sé yfirleitt tilfellið.
Hér að neðan eru nokkur misgóð,
misfyndin og mis-smekkleg dæmi og það skal líka tekið sérstaklega fram að allur gangur er á hvort myndirnar sem fylgja fréttunum tengjast þeim á einhvern hátt.
Brúðkaup blásið af vegna skalla.
Indverskur maður var laminn
af tilvonandi eiginkonu sinni og tengdafjölskyldu eftir að þau komust að því að
hann hafði fallið skalla með hárkollu. Prabir Das frá
Foreldrar hennar lögðu henni
síðan lið og rifu rándýra kolluna í tætlur. Í refsingarskyni fyrir blekkinguna
tóku þau peningaveski hans, farsíma, mótorhjól og ökuskírteini.
Das sem vinnur á
einkasjúkrahúsi hafði auglýst eftir brúði í hjúskapardálk dagblaðs á staðnum.
Dilip Roy sem var að leita að mannsefni fyrir dóttur sína svaraði. Búið var að
ákveða að brúðkaupið yrði 12. desember og fjölskylda brúðarinnar hóf að safna
fyrir heimanmundi.
Lögreglan sagði að búið væri að
yfirheyra tengdafaðirinn sem neitaði rifrildinu. Lögreglan telur víst að búið
sé að aflýsa brúðkaupinu.
Banki tók páfagauk upp í fasteignaskuld.
Kona í
Bank of America hefur beðið
konuna afsökunar á þessu framferði. Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins,
BBC, að verktakar á vegum bankans hafi lokað fyrir hita, rafmagn og vatn til
hússins auk þess sem þeir eyðilögðu húsgögn. Jafnframt helltu þeir frostlög
ofan í öll niðurföll og tóku svo páfagaukinn, sem gengur undir nafninu Lúkas,
ófrjálsri hendi.
Konan reyndi ítrekað að hafa
samband við bankann og krafðist þess að fá páfagaukinn sinn til baka. Mun hún
hafa fengið óblíðar viðtökur frá starfsmönnum bankans en þeir sögðust ekki hafa
hugmynd um hvar páfagaukurinn væri. Loksins sögðu starfsmennirnir henni að
gaukurinn væri staðsettur á skrifstofu umrædds verktaka.
Bank of America hefur beðið
konuna afsökunar á þessari uppákomu, en hún krefst þess að bankinn greiði henni
50 þúsund dali í miskabætur. Meðal annars vegna þess að þetta hafi komið henni
í svo mikið uppnám að hún hafi þurft að leita sér læknishjálpar vegna
ofsakvíða.
Samkvæmt frétt The Wall
Street Journal hefur Lúkas jafnað sig á þessu leiðindaatviki en að sögn
konunnar þurfti hann dágóðan tíma til þess að jafna sig.
Mbl.is 11.03.2010.
Sæðisbanki fyrir fallega.
Stefnumótasíðan
beautifulpeople.com, sem er einungis fyrir fallegt fólk, íhugar að stofna
sæðisbanka. Sæðið yrði frá einstaklega myndarlegum karlmönnum. CNN greinir frá.
Greg Hodge, framkvæmdastjóri beutifulpeople.com, segist hafa fengið fjölmargar
fyrirspurnir um sæði, hvaðanæva úr heiminum.
Vísir 14.07. 2010
Edgar Allan Poe jarðsettur aftur.
Bandaríski rithöfundurinn
Edgar Allan Poe var loksins lagður til hinstu hvílu í gær, 160 árum eftir dauða
sinn.
Poe kvaddi þennan heim
slippur og snauður í október árið 1849. Hann hafði skömmu áður fundist ráfandi
um götur
Í janúar á þessu ári voru 200
ár liðin frá fæðingu Poe og af því tilefni ákváðu aðstandendur
Poe-minjasafnsins í
Poe er þekktastur fyrir hryllingssögur og skörulega ljóðabálka og má meðal verka hans nefna ljóðið Hrafninn, The Raven, og skáldsöguna Morðin við líkhúsgötu eða Murders in the Rue Morgue eins og hún heitir á frummálinu. Vonandi hvílir Poe nú í friði eftir tvær jarðarfarir.
Vísir 12.10.2009
Ólöglegur innflytjendandi frá
Bólivíu slapp við að vera vísað frá Bretlandi þegar hann sagði dómnefndinni sem
fjallaði um mál hans að hann og bresk kærasta hans hefðu sameiginlega keypt sér
kött.
Hann taldi það skýra
vísbendingu um að hann hefði fest rætur í landinu. Dómnefndin var þessu sammála
og taldi að það yrði brot á mannréttindum að hrófla við fjölskyldulífi hans.
Lögfræðingur Bólivíumannsins
segir að fleiri þættir hafi haft áhrif á niðurstöður dómnefndarinnar en
kötturinn.
Blaðið Daily Mail segir
hinsvegar að breska innanríkisráðuneytið hafi farið framá að þessu úrskurður
verði endurskoðaður þar sem kattareignin hafi vegið of þungt.
Vísir, 19.10.2009.
Átta ára fangelsi fyrir að
stela osti: Saksóknari vildi lífstíðarfangelsi
Bandaríkjamaðurinn Robert
Ferguson mun þurfa að dúsa bak við lás og slá næstu átta árin eftir að hann
laumaði oststykki í buxurnar sínar í stórmarkaði og gekk út.
Þetta kemur fram í vefútgáfu
breska blaðsins Telegraph. Þar kemur fram að oststykkið hafi verið aðeins fimm
hundruð króna virði en þar sem
Lögmaður Fergusons vildi
hinsvegar vægari dóm þar sem hann er haldinn stelsýki. Í mörgum ríkjum
Bandaríkjanna eru lög þess efnis að brjóti einstaklingar af sér þrisvar geti
þeir átt von á lífstíðardómi. Ekkert ríki Bandaríkjanna framfylgir þessum lögum
af jafn mikilli hörku og Kaliforníuríki.
DV. 03.03.2010.
Bændur leita að kindum á fjórhjólum.
SÉST hefur til bænda á
fjórhjólum utan vega í Borgarfirði leita að kindum að undanförnu. Eðlilega hafa
hjólin skilið eftir sig ljót sár í landinu og hefur verið kvartað undan þessu
framferði til fjallskilanefndar.
SÉST hefur til bænda á
fjórhjólum utan vega í Borgarfirði leita að kindum að undanförnu. Eðlilega hafa
hjólin skilið eftir sig ljót sár í landinu og hefur verið kvartað undan þessu
framferði til fjallskilanefndar.
Eigendur Hreðavatns í
Borgarfirði hafa sent athugasemdir til fjallskilanefndar vegna ferða fjórhjóla
og jafnvel sexhjóla vítt og breitt um landið að undanförnu. Birgir Hauksson,
einn eigenda Hreðavatns, segir að för séu um allt í landinu eftir þessi hjól og
það sé segin saga að svona för dragi að sér meiri akstur á fjórhjólum. Þó
utanvegaakstur á þessum hjólum sé bannaður sé ekki farið eftir því, en ekki sé
hægt að líða þessi brot endalaust.
"Þetta er eitthvað sem við
viljum alls ekki," segir Birgir og áréttar að framferði bændanna kalli á meiri
akstur verði ekkert að gert. "Það verður að stöðva þennan akstur," heldur hann
áfram og bendir á að margir eigi fjórhjól og sjái þeir hjólför í landinu keyri
þeir beint af augum eftir þeim. "Nú er rjúpnatímabilið að byrja og hvað gerist
þá," spyr hann.
Mbl. 13.10.2009.
Fjölbýlishúsið í Newcastle sem hjónin búa í.
Braut gegn banni með
óhóflegum kynlífshljóðum
Bresk kona hefur játað fyrir
rétti að brjóta gegn banni um hávaðamengun með hávaðasömum kynlífshljóðum.
Nágrannar konunnar lýsa hljóðunum sem ónáttúrulegum og sem parið líði
töluverðar kvalir. Kveðinn verður upp dómur yfir konunni 18. janúar nk.
Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá málinu á vefsvæði sínu í dag. Þar segir
að hjónin Caroline og Steve Cartwright búi í fjölbýlishúsi
Hávaðamæling hefur farið fram og mældust kynlífshljóð hjónanna allt að 47
desíbil þegar mest lét. Samkvæmt kvarða Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar
(WHO) er þrjátíu desíbil nægilegur hávaði til að raska svefni.
Einn nágranni konunnar segist sífellt mæta og seint til vinnu sinnar þar sem
hún sé vakandi allar nætur vegna hávaðans, sem sé stanslaus klukkutímum saman.
Mbl. 15.12.2009
Lét karlinn róa fyrir
krókódíl
Áströlsk kona á sextugsaldri
heimtaði skilnað þegar eiginmaður hennar krafðist þess að hún losaði sig við
krókódíl sem hún heldur sem gæludýr.
Vicki Lowing lét engan bilbug
á sér finna þegar hún sparkaði karlinum vegna deilu þeirra um gæludýr hennar
sem er tæplega tveggja metra langur þrettán ára gamall krókódíll sem ber hið
viðkunnanlega nafn Johnny. Vicki er hjúkrunarkona og þau fyrrum hjónin búa í
Leið svo og beið og hægt og
rólega varð andrúmsloftið á heimilinu óþolandi að mati fyrrum eiginmanns Vickiar.
Þegar fjölmiðlar spurðu Vicki hvort ákvörðunin hafi ekki verið erfið svaraði
hún því einfaldlega til að flestir eiginmenn gætu séð um sig sjálfir en
krókódílar kynnu ekki að
Vicki segist alltaf hafa þráð
að eignast dóttur en ferfætlingurinn græni með halann komi í raun alveg í stað
þess. Hann fer að minnsta kosti aldrei á túr segir Vicki, sigri hrósandi.
Vísir, 15.10.2009.
Hænan kom á undan egginu.
Hæna verpti fyrsta hænueggi
veraldar. Samkvæmt því klaktist hænan sú ekki úr hænueggi.
Breskir vísindamenn hafa nú
leyst hina ævafornu gátu um það hvort kom á undan, hænan eða eggið. Svarið er
hænan.
Vísindamennirnir segja annað
óhugsandi en að hænan hafi komið á undan vegna þess að framleiðsla eggja sé
aðeins möguleg vegna tiltekins próteins í eggjastokkum hænanna.
"Menn hefur lengi grunað að
eggið hafi komið á undan en nú höfum við vísindalega sönnun þess að í raun var
það hænan," sagði dr. Colin Freeman við Sheffield-háskóla þegar
niðurstaðan var ljós. Til að komast að henni þurfti ofurtölvan HECToR að kanna
byggingu eggs nánar en hingað til hefur verið unnt.
Fréttablaðið, 16.07.2010.
Fyrirsæta stofnar
stjórnmálaflokk fyrir fallega
Sanziana Buruiana vill leggja
háa skatta á offitusjúklinga eða um 10 evrur á hvert kíló ofþyngdar og refsa
öllum þeim sem segja ljóskubrandara.
"Allt svoleiðis fólk á heima
í fangelsi," sagði 23 ára gömul fyrirsætan en önnur lykilatriði
stjórnmálaflokksins eiga að vera 100 evra sekt fyrir ótryggð og lög sem gæta
þess að einungis fyrirsætur í baðfötum mega vinna sem leiðsögumenn
ferðamanna.
Mbl. 15.07.2010.
Máttu engan tíma missa.
Þetta unga par stöðvaði
heldur betur umferðina með athæfi sínu á miðri umferðargötu í
Lögreglan í iðnaðarbænum
lýsir nú eftir parinu eftir að myndin birtist í fjölmiðlum.
Vitni segja að hið ástleitna
par hafi velt sér upp úr regnvotri götunni í að minnsta kosti tíu mínútur þar til
það væntanlega áttaði sig á hvar það væri.
Haft er eftir leigubílstjóra
sem stoppaði til að virða fyrir sér sýninguna að hann hefði næstum klessukeyrt
leigubílinn sinn þegar hann sá hvað þarna gekk á
DV. 05.032010.
Skipað að hylja nekt allt of
kynþokkafullrar snjákonu.
Bandaríkjamenn eru þekktir
fyrir sína miklu blygðunarkennd. Hún tók sér þó nýja mynd fyrir skömmu þegar
fjölskyldu í
Fjölskyldumeðlimirnir höfðu
dundað sér við að móta fagurvaxna konu á evuklæðunum. Nágrönnunum þeirra
misbauð svo hrikalega nektin að þeir létu lögregluna vita af dónaskapnum sem
blasti við þeim.
Eftir að lögreglumaður hafði
grandskoðað styttuna skipaði hann Gonzalez-fjölskyldunni að hylja styttuna hið
snarasta. Brá fjölskyldan á það ráð að skella henni í bikinítopp og fékk
styttan sjal um sig miðja.
Gonzalez fjölskyldan var þó á
einu máli um það, að snjóverkið væri virðulegt, þó svo að það hafi haft allar
þær línur sem lögulega vaxnar konur bera.
DV. 05.03.2010
Og Djöfullinn sagði Okey!
Samkvæmt sögubókum unnu
innfæddir Haítí búar sigur á frönskum nýlenduherrum sínum árið 1804 og lýstu
yfir sjálfstæði.
Bandaríski
sjónvarpspredikarinn Pat Robertson hefur eigin sýn á mannkynssögunni. Hann
segir að Guð hafi refsað Haítí-búum með jarðskjálftanum vegna þess að þeir hafi
á sínum tíma gert sáttmála við djöfulinn.
-Haítí var undir hælnum á
Frökkum, þú veist, Napóleon þriðji eða eitthvað svoleiðis, sagði Robertson.
-Svo komu þeir saman og gerðu
samning við djöfulinn. Þeir sögðu; við munum þjóna þér ef þú losar okkur við
Frakka.
-Og djöfullinn sagði ókei.
Robertson sagði á sínum tíma
að Guð hefði verið að refsa Bandaríkjunum fyrir fóstureyðingar með því að senda
fellibylinn Katrínu á
Vísir 14.01.2010
Deilt um meydóm Maríu í
Nýja-Sjálandi
Nýsjálendingar deila nú hart um auglýsingaskilti sem sett var undir þeim formerkjum að ögra staðalímyndum um fæðingu Jesú Krists. Á skiltinu sést vansæll Jósef liggja í rúmi við hliða Maríu meyjar og fyrir neðan stendur "Grey Jósef. Það var erfitt að vera næstur á eftir Guði."
Mbl. 17.01.2009
12.01.2014 09:40
RISAÚTSALA
906. Janúar er sá tími sem
verslanir nota gjarnan í tiltekt hjá sér og auglýsa þá útsölur,
verðhrun, rýmingarsölur, lagerhreinsanir og setja svo upp alls konar markaði, ýmist
nokkrar saman eða hver fyrir sig, þar sem sami varningur er oft seldur á
verulega niðursettu verði frá því hann var á fáeinum vikum áður.
Einn ágætur kunningi
"Ég hef aldrei skilið þegar verslanir auglýsa RISAÚTSÖLU" sagði hann hugsi þegar við sátum eitt sinn inni á kaffistofunni og hann fletti sig í gegn um auglýsingar Fréttablaðsins.
Ég hváði og sá í fyrstu
ekkert athugavert við að auglýsa RISAÚTSÖLU.
"Jú sjáðu til, í þeim tilvikum er ALDREI verið að selja það sem er auglýst, heldur alltaf eitthvað
allt annað".
Það rann skyndilega upp fyrir mér hvað klukkan sló
og það er bara alveg hárrétt. Það var hægt að fá tölvur og tölvuíhluti á
tölvuvöruútsölunni í Tölvutek sem hófs strax eftir jól eða þ. 28 des. sl., húsgögn
á húsgagnaútsölunni hjá innlit.is. núna í janúarbyrjun og golfkúlur, kylfur og þvíumlíkt á golfvöruútsölu
Golfskálans svo dæmi sé tekið, en það fást undantekningalaust aldrei RISAR á
RISAÚTSÖLU.
Risar sem vilja komast á útsölu
Getur ekki einhver framtakssamur verslunarstjóri eða kaupmaður hugsað sér að bæta úr þessu? Mér dettur í hug að það mætti til dæmis
09.01.2014 00:26
Gleðilegt nýtt ár
905. Þegar árið er liðið, stjörnuljósin
dáin út, flugeldaprikin hafa svifið til jarðar og pappahólkarnir utan af
tertunum eru orðnir að kolbrunnu rusli, er eins og að myndist eitthvert tómarúm
í dagskránni. Jólin og áramótin liðin hjá með öllu sínu og svo kemur nýjársdagur
og eftir hann verður allt svo óskup venjulegt aftur.
Þegar árin líða og eru orðin svo
mörg sem raunin er á, breytist hegðunar og neyslumynstrið. Þess vegna var ég
kannski kominn snemma á fætur fyrsta dag ársins 2014. Já ég vil segja hreint ótrúlega
snemma miðað við hvernig það var hér í denn og hefði líklega sagt hvern þann ljúga
sem hefði sagt mér til um framtíðina.
Ég fékk mér langan bíltúr, fór
víða um og merki hins liðna árs sáust auðvitað hvert sem farið var. Ég get ekki
svarið fyrir að það hvarflaði stundum að mér að árið 2007 væri hugsanlega afturgengið,
alla vega sums staðar þar sem ég fór um, því innkaup á skoteldum og slíkum varningi
virtust ekki hafa verið svo mjög nánasarleg a.m.k. á sumum bæjum.
En það þarf auðvitað að "klára pakkann" og taka hraustlega til eftir alla gleðina og það er örugglega búið að klára allt slíkt núna, en þessi mynd var tekin í Dimmuhvarfi í Kópavogi.
Hér hefur mikið verið sent
til himins og dýrðin eflaust með ólíkindum, enda henta liklega fáir staðir
betur til slíkra hluta en fremsti hluti Rjúpnahæðarinnar sem gnæfir yfir Smárann,
Lindirnar og
Við Kópavogsbrautina hefur greinilega mikið gengið á og líklega er fullkominn óþarfi að taka fram hvaða bæjarfélagi sú gata tilheyrir.
Og til þess að einhæfnin verði ekki algjör, er þessi mynd frá Hafnarfjarðarhöfn.
Það var alls ekki ætlunin
að agnúast út í brennt og brotið rusl og drasl. því það einfaldlega tilheyrir áramótunum
og ekki orð um það meir.
En það var hins vegar ætlunin að
óska fjölskyldumeðlimum, vinum, sveitungum, svo og öllum þeim sem hafa átt og gætu átt það til að kíkja hérna inn, fasældar
á nýju ári þó sú kveðja sé kannski að verða svolítið síðbúin.
- 1