Blog records: 2014 N/A Blog|Month_5
23.05.2014 01:49
Gramsað í föðurgarði - annar hluti
934. Þegar séra Brandur faðir
þeirra Guðrúnar og Jóns gerði tilraun til að flýja baslið, áfengisbölið og
drykkjuvinina í Hrútafirðinum og fluttist suður í Skaptafellssýslu, voru börnin
mjög ung að árum. Drengurinn aðeins fimm ára en stúlkan árinu eldri. Dvöl þeirra þar
syðra varð þó styttri en til stóð eða aðeins tólf ár, því þegar faðir þeirra
andaðist fluttust þau ásamt móður sinni aftur norður á Strandir. Hlutskipti þeirra í lífinu gátu varla orðið ólíkari því hún lifði í sárri fátæk alla sín tíð, en hann gekk menntaveginn og varð prestur og síðar prófastur. Börn séra Brands urðu alls fimmtán, en ég mun aðeins fara yfir sögu tveggja þeirra. Jóns sem var
langafi
Saga hennar er mikil átaka og
harmsaga, en hún var sterk til sálarinnar og stóð áföllin og brotsjóina af sér
eins og klettur í lífsins ólgusjó.
Guðrún Brandsdóttir
Baslið beið eftir henni í sveitinni heima.
Guðrún Brandsdóttir var átján
ára þegar hún kom í Hrútafjörð aftur og afburða myndarleg stúlka. Ljóst hárið
liðaðist niður um fingerðan líkamann, í gráum augunum speglaðist enn bjarmi Skaftfellskra
gleðistunda og allt fram á elliár birti yfir svip hennar þegar minnst var á þá
sveit. En hafi hana forðum þegar hún fór um landið í kláfnum dreymt um að lífið
yrði eitt heillandi ævintýri, þá var það aðeins tálsýn og heilmikill blekkingingarvefur.
Fyrr en varði stóð hún í strangri lífsbaráttu, blásnauð húsmóðir í harðbýlu
landi og á erfiðum tímum. Bróðir hennar og besti vinur gekk hins vegar menntaveginn
og varð að lokum prófastur. Sjálf var hún að vísu mjög bókhneigð, en fátækar
sveitastúlkur í lok nítjándu aldar áttu líltinn kost á námi. Hún giftist
náfrænda sínum, Búa Jónssyni frá Kollsá og þau fóru að búa móti föður hans. Frændsystkinin
Guðrún og Búi voru mjög ólík í skapi. Búi var mjög örlyndur, en hún ákaflega stillt
og ýmislegt varð því til að
Kuldinn, myrkrið - og svo hann Ásgeir blessaður.
Kuldinn var jafnvel skárri en
myrkrið, en á vetrum var baðstofuglugginn loðinn innan af þykku hrími. Börnin
skófu það með skeið niður í vaskafat og báru út á hlað og kysstu síðan á glerið
til að
Dóttirin Sólveig.
Einkadóttirin, Sólveig
Sigríður var falleg telpa og líktist móður sinni mjög og hafði m.a. Ijóst og
sítt hár. Þegar hún óx úr grasi, dafnaði hún sérlega vel og virtist ætla að
verða hin gjörvulegasta, en um vorið áður en hún átti að fermast smitaðist hún
af barnaveiki. Þá var snjóþungt og ill færð, en faðir hennar fór kringum
Hrútafjörð og sótti lækni á Hvammstanga sem greindi sjúkdóminn og sendi eftir
öðrum lækni frá Búðardal. Saman framkvæmdu þeir barkaskurð á barninu við vægast
sagt slæmar aðstæður sem var þá komið að köfnun. Í fyrstu virtist aðgerðin ætla
að takast og telpunni létti um nóttina, en þá bilaði hjartað. Dauði
einkadótturinnar var eflaust sárasta atvikið i lífi Guðrúnar, en henni gafst
lítill tími til að syrgja. Hún þurfti nú að annast læknana tvo auk annars
heimilisfólk og þurfti auk þess að ferðbúa mann sinn svo að hann gæti fylgt þeim
til síns heima. Hún fór því snemma á fætur um morguninn eftir lítinn eða engan
svefn til að
Sonurinn Georg
Elsti sonur þeirra hjóna hét Georg.
Hann líktist einnig mjög móður sinni og hafði fengið bókhneigð hennar og næmi í
arf, auk viljaþreksins og dagfarsprýðinnar. Hann var staðráðinn í að verða
verkfræðingur og lét jafnvel ekki féleysið draga úr sér kjarkinn. Frændi hans lánaði
honum fyrir fæði og húsnæði einn vetur í gagnfræðaskóla, en eftir það fékkst
hann bæði við kennslu og vann í síldarbræðslu. Með ýtrustu sjálfsafneitun tókst
honum að ljúka fjórða og fimmta bekk menntaskólans. Næsta haust greiddi hann fyrir
húsnæði og fæði fyrirfram og keypti sér bækur, en síðan urðu guð og lukkan að ráða
hvort hann ætti kol í ofninn. Bróðir hans Brandur, bjó með honum um tíma og
minnist þess að einu sinni gátu þeir ekki kynt í heila viku og Georg las þá með
vettlinga á höndunum. Það varð því mikil gleði þegar Brandur fékk greidd vinnulaun
fyrir uppskipun og kom heim með kolapoka á bakinu. Sumarið eftir fimmta bekk
ætlaði Georg enn að vinna fyrir sér við síldarbræðslu, en afli brást þá og um
haustið var hann gersamlega félaus. En ekki datt honum þó í hug að gefast upp,
heldur las síðasta bekkinn heima, náði prófinu um vorið og fékk styrk sem í
hans augum var óhemju fé.
Um haustið fór hann utan, en
þrem mánuðum síðar var hann allur. Hann hafði fengið spönsku veikina og upp úr
henni lungnabólgu sem í þá daga var nánast dauðadómur.
Nú átti Guðrún aðeins eftir auk
Ásgeirs, tvo heilbrigða syni þá Brand (1896-1982) og Hermann (1909-2005).
Sonurinn Brandur.
Brandur ólst upp í
foreldrahúsum til tólf ára aldurs. Þá flutti hann með ömmu sinni, rnaddömu Valgerði
að Kollafjarðarnesi til móðurbróður síns séra Jóns Brandssonar. Séra Jón fermdi
þar frænda sinn og var hann fyrsta barnið sern fermt var í þá nýbyggðri kirkju
að Kollafjarðarnesi.
Vorið 1919 réðst Brandur til
starfa hjá Riisverslun á Borðeyri sem þá var enn mikill verslunarstaður, en
síðar hjá Kaupfélagi Hútfirðinga á sama stað
Búi faðir Brands missti heilsuna á besta aldri og dó af berklum árið 1930. Þá fór Brandur heim að Litlu-Hvalsá til að veita búi móður sinnar forstöðu og fórst honum búreksturinn vel úr hendi. En vorið 1934 bregða Brandur og móðir hans búi. Fór þá Guðrún ásamt Ásgeiri syni sfnum að Kollafjarðarnesi til Jóns bróður síns, en Brandur vann tvo vetur við ýmis störf í Reykjavík og við vegavinnu á Holtavörðuheiði á sumrum. Sagt var að starf hans hafi að mestu verið fólgið í því að mylja grjót með sleggju. Hefur hann aðspurður játt því og að hann hafi mulið allan undirburð í veginn frá Sæluhúsi og norður á Grunnavatnshæðir sem er dágóður spotti. Haustið 1936 verða þáttaskil í lífi Brands, en þá réðst hann til starfa sem verkstjóri hjá Grænmetisverslun ríkisins sem síðar varð Grænmetisverslun landbúnaðarins. Þar starfaði hann óslitið til haustsins 1964 er hann var kominn fast að sjötugu. Önnur þáttaskil urðu í l´æifi hans árið 1942, en hóf hann búskap með konu sinni Guðrúnu Halldórsdóttur.
Árið 1937 fluttu móðir Brands
og bróðir hans Ásgeir til Reykjavíkur og hélt hún um skeið
heimili með þeim bræðrum. Brandur
ólst upp í fátækt, en með þrotlausu striti og sparsemi eignaðist hann eigið
húsnæði og komst í nokkur efni. M.a. átti hann um árabil hlut í veitingastofu
að Laugavegi 28 og rak hana ásamt Magna Guðmundssyni hagfræðingi og fleirum. Voru
þeir Magni góðir vinir og þó Brandur minntist margra góðra vina og vinnufélaga,
held ég að fáa hafi hann metið meir en Magna.
Eftir að Brandur lét af
störfum hjá Grænmetisversluninni 1964 kominn fast að sjötugu, hélt hann sig enn
við vinnu næsta áratuginn. Fyrst starfaði hann sem húsvörður en síðan
næturvörður í Arnarhváli. Og svo mikil var eljusemi hans að eftir það annaðist
hann innheimtustörf fyrir ýmis fyrirtæki, eða allt þar til heilsan var þrotin.
Verklaus gat hann ekki verið
því vinnan var hans líf.
Sonurinn Hermann
Eftir barnaskólagöngu
Hermanns í sinni heimasveit, lá leiðin í Héraðsskólann á Laugum í
Suður-Þingeyjarsýslu. Þá vann hann að venjulegum bústörfum, við vegagerð á
Holtavörðuheiði og um tíma hjá Kaupfélaginu á Borðeyri. Eftir það stundaði hann
ýmis störf í Reykjavík. Árið 1942 flutti hann í Borgarnes ásamt Hallberu konu
sinni og gerðist hótelstjóri og meðeigandi í Hótel Borgarnesi. Í lok stríðsins
fór Hermann til starfa hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, þar sem hann vann það sem
eftir var starfsævinnar eða í rúm 40 ár. Hermann var félagslyndur maður, sat
m.a. í stjórn Verslunarmannafélags Borgarness og Starfsmannafélags KB. Hann tók
þátt í undirbúningi að stofnun Félags eldri borgara í Borgarnesi og var fyrsti
formaður þess. Mest starfaði hann þó fyrir Ungmennafélagið Skallagrím þar sem
hann var formaður um skeið, tók virkan þátt í störfum leikdeildar félagsins og
lék ýmis hlutverk í leiksýningum þess. Þá hélt hann ýmsum fróðleik til haga og
birtust m.a. nokkrar greinar eftir hann í Strandapóstinum. Af honum er mikill
ættbogi kominn.
Að lokum.
Guðrún horfði til þess í
harmi sínum að sumar frændkonur hennar höfðu misst meira en hún og mest af
öllum Valgerður föðursystir hennar. Valgerður systir séra Brands giftist
efnuðum dannebrogsmanni í Húnavatnssýslu sem síðar tapaði öllu sínu fé vegna
ábyrgða sem hann gekkst í fyrir menn sem síðan stóðu ekki í skilum. Þau
eignuðust fjórtán börn og misstu þau öll. Yngstur var sonurinn Jón sem varð
rúmlega tvítugur. Hann var á leið heim frá Reykjavík þegar hann veiktist í
Borgarnesi og fréttist ekkert af honum norður á Strandir fyrr en búið var að
jarða hann þar.
Mestu synd mannlífsins ef til
vill að morðum og ránum undanskildum, taldi Guðrún vera mannlast. Hún talaði aldrei
illa um aðra og væri hún þar sem menn höfðu uppi bakmælgi, kom þjáningasvipur á
andlit hennar sem venjulega dugði til að breytt væri um umræðuefni.
Hún lést árið 1963, áttatíu
og átta ára gömul. Lengi var hún furðu ung í anda og heimsótti Skaftafellssýslur
þegar hún var um sjötugt sér til mikillar ánægju. Hún hafði þá ekki komið þar í
hálfa öld, en var vel fagnað af fjölmörgum vinum sem mundu eftir henni sem
kornungri stúlku. Skilningur hennar og samúð með öðrum aflaði henni vina á efri
árum sem voru miklu yngri en hún sjálf.
"Kæmi ég til hennar í þungu
skapi, var ég jafnan sáttari við lífið þegar ég fór aftur," sagði ung
stúlka sem sótti til hennar huggun í erfiðleikum sínum.
Guðrún Brandsdóttir fékk ekki
ráðið örlögum sínum, ekki umflúið fátækt og strit, hjónabandsörðugleika, missi
tveggja efnilegra barna , vanheilsu þess þriðja og allar þær brostnu vonir sem
sérhver maður og kona hlýtur að bera í brjósti sér.
Aðeins einu fékk hún
stjórnað, - sinni eigin
Heimildir: Tíminn frá 1967 og
Lesbók Morgunblaðsins frá sama ári.
18.05.2014 04:33
Gramsað í föðurgarði - fyrsti hluti
933. Sagt er að þegar menn
fara að grúska í ættfræði og leita uppruna síns jafnvel aftur um marga ættliði,
sé það óbrigðult merki þess að aldurinn sé farinn að færast yfir. Ég vil þó miklu
frekar halda því fram að það sé miklu frekar merki um aukinn þroska. En hvað
sem öllu þvílíku líður, þá hélt ég af stað í einn slíkan leiðangur fyrir margt
löngu en hef verið lengi á leiðinni því mörg ár eru liðin frá því að af stað
var farið. Raunar má alveg eins segja að þess konar vegferð ljúki aldrei, því
lengi bætast einhverjir molar við heildarmyndina þó svo að þá sé ekki alla að
finna hér. Mér þótti afar merkilegt, en þó bæði skemmtilegt og sorglegt í senn,
að skoða það af lífshlaupi langa, langa afa míns í beinan karllegg sem
einhverjar heimildir finnast um. Sá hét Brandur Tómasson og var fæddur 3.
nóvember1836, en lést 19. júlí 1891.
Sonur hans var Jón Brandsson
prestur og síðar prófastur að Kollafjarðarnesi. Af honum er kominn Hjálmar
Jónsson afi
Ungur prestur sem kvæntist systrum.
Séra Brandi var veitt Einholt
á Mýrum daginn eftir að hann hafði lokið prófi í Prestaskólanum sumarið 1862. Þar
var hann í fimm ár, en fékk þá Stað í Hrútafirði og síðan Prestsbakka einnig í
Hrútafirði og þjónaði hann þá báðum brauðunum. Þegar Staður var síðan veittur sr.
Páli Ólafssyni frá Mel, sótti sr. Brandur um austur að Ásum í Skaftártungu. Það
kall fékk hann og hélt því til dauðadags, en þjónaði jafnframt öðrum brauðum í
Skaftárþingi þegar þau voru prestslaus. Hann var stórskuldugur Staðarkirkju í
Hrútafirði þegar hann kom að norðan, en innheimta þeirrar skuldar tók mörg ár
og kostaði miklar bréfaskriftir og eftirleitan af hálfu yfirvalda.
Séra Brandur var trúaður og góður
kennari, lúfmenni hið mesta, en ákaflega drykkfelldur. Hann kvæntist fyrst
Guðrúnu Jónsdóttur frá Skriðinsenni í Óspakseyrarhreppi, en þegar hún dó
giftist hann systur hennar Valgerði. Hann átti sex börn með Guðrúnu og níu með
Valgerði. Komust mörg þeirra upp og eru niðjar séra Brands fjölmennir í dag. Meðan
hann þjónaði að Prestsbakka í Hrútafirði byggði hann þar nýja kirkju. Sá var
háttur á í þá daga að bændur áttu að gjalda sinn hlut þar í, en illa gekk presti
að innheimta þeirra hlut. Jukust við það skuldir hans að miklum mun en höfðu þó
verið talsverðar fyrir.
Reyndi að flýja Bakkus.
Til er stutt frásögn um það
þegar Brandur hafði í raun hrakist úr Hrútafirði og var á suðurleið.
"Í brattri brekku er
klyfjalest á ferð. Séra Brandur Tómasson er að flytja búferlum með skyldulið sitt
norðan úr Hrútafirði suður um land og austur í Skaftártungu. Hann ætlar sér að
freista þess að hefja nýtt líf á nýjum slóðum þar sem hann vonast til að sér
farnist betur. Eitthvað af búslóð mun hann hafa tekið með en margt varð þó að
skilja eftir. Á einum hestinum ruggar sinn kláfurinn hvorum megin. Upp úr öðrum
kláfnum gægist lítill drengur, en upp úr hinum lítil telpa. Þó að ferðin gangi
hægt þykir börnunum hún spennandi, enda er þetta er þeirra fyrsta ferðalag.
Lestin silast áfram yfir landið, það er staldrað við og fólk og hestar hvílast,
en síðan er lagt aftur af stað. Þannig gengur þetta fyrir sig aftur og aftur,
en sveitirnar vestan lands og sunnan líða hjá eins og furðuveraldir, bæði ólíkar
hver annari og einnig afar ólíkar heimaslóðunum. Allt í einu hrasar sá hesturinn
sem börnin ber, og eitt augnablik er ekki annað að sjá en hann muni hrapa fram
af gilbrúninni þar sem farið er um og farþegarnir muni þá láta lífið í urðinni
fyrir neðan. Móðir þeirra biður heitt til guðs. Hún er bænheyrð og kraftaverkið
gerist, klárinn nær jafnvægi og heldur áfram eins og ekkert hafi í skorizt. Forsjónin
ætlar nefnilega systkinunum og leikfélögunum að eiga langt líf þó að hlutskipti
þeirra verði afar ólíkt. Hann varð prestur og síðar prófastur í sinni sveit, en
hún varð bóndakona og lifði í mikilli fátækt og basli alla sína æfi".
Hefur hann eflaust vonast til
að fjárhagurinn myndi að batna í hinu nýja brauði, enda yrði hann þar fjarri
drykkjuvinum sínum. Ferð úr Hrútafirði í Skaftafellssýslu, yfir ótal óbrúaðar
ár, var ekki smáræðis fyrirtæki kringum 1880. Presturinm og maddama Valgerður
skildu tvær yngstu dætur sínar eftir hjá bróður hans, Jóni Tómassyni á Kollsá.
Sömuleiðis lét prestur þar eftir skatthol sitt, sem náði frá gólfi til lofts og
var hinn veglegasti gripur. En sú, sem honum var mest í mun að yrði um kyrrt í
Hrútafirði þ.e. fátæktin, fylgdi honum dyggilega eftir alla hans tíð. Fyrsta
búskaparárið að Ásum í Skaftártungu, féll ekki aðeins allur bústofn þeirra
hjóna i harðindum, heldur reyndust nýir drykkjuvinir auðfundnir og fylltu
fljótlega skarðið sem þeir gömlu skildu eftir sig.
Væri mark takandi á
ritningargreininni sem segir að gjafmildum verði þúsundfalt aftur borgað, hefði
séra Brandur orðið vellauðugur maður í lifanda lífi. Hann var mjög örlátur og til
marks um það kom hann eitt sinni gangandi heim úr ferðalagi með hnakk sinn á
bakinu. Hafði hann þá hitt einhvern sem hann taldi að þyrfti meira hesti en
hann sjálfur og gaf honum sinn.
Grasið reyndist ekki grænna hinum meginn við lækinn.
Það mun hafa verið komið fram
á sumar þegar sr. Brandur kom austur. Þá var prestsetrið enn í byggingu, enda
hafði verið prestslaust í Tungunni á annan áratug. Það var því ekki fyrr en
vorið eftir 1881, sem hann gat hafið búskap að Ásum og festi þá kaup á nýjum
búsmala. Ein kýr fylgdi þó staðnum en 40 ær fékk hann á leigu og 60 keypti hann
með því að borga fyrir þær 600 kr. á þremur árum með 4% rentu.
Sumarið á eftir var með
eindæmum mikið grasleysissumar og heyjaðist sáralítið í Ásum. Hann varð því að
kaupa meginhlutann af fóðrunum og var allan veturinn gangandi því ekki gat hann
haft reiðhestinn heima. Kúnni varð hann að koma fyrir og sá varð endirinn að
prestur missti meginhlutann af fénu og líka talsvert af því sem á fóðrum var. Og
nú rak hvert hallærisárið annað fram eftir áratugnum. Vetrarharðindi og
vorkuldar, grasleysi og óþurrkar, basl og bágindi. Ómegðin var mikil en bústofninn
enginn. Skuldheimtumenn gerðu síðan kröfur í litlar embættistekjur og
kaupstaðarferðir voru ekki hollar efnahag þeirra, sem reyndu að gleyma
erfiðleikum lífsins yfir staupi i Bakkabúð. Það var ein af ástæðum þess að efnahagur
sr. Brands rétti aldrei við eins og vonir höfðu staðið til. Vínhneigðin var
honum lítt viðráðanleg ástríða, þótt hann rækti enibætti sitt af einstökum
dugnaði og frábærum vaskleika.
Þessi löstur hans hefur
eflaust verið ástæða þess að bindindismálum var hreyft á fyrsta héraðsfundinum sem
hann sat í Vestur-Skaftafellsprófastsdæmi. Báru þeir sr. Oddgeir á Felli og sr.
Hannes á Mýrum fram þá uppástungu að prestar í prófastsdæminu og
sóknarnefndarmenn yrðu forgöngumenn að því að koma í veg fyrir óhóflega nautn
áfengra drykkja. "Þessa uppástungu samþykkti fundurinn, en að skuldbinda nokkurrn
til að ganga í almennt bindindi var fundurinn hins vegar alfarið mótfallinn.
En þessi fundarsamþykkt kom sr.
Brandi að litlu haldi í baráttunni við Bakkus. Dugðu einnig lítt vinsamlegar aðvaranir
sóknarnefnda og föðurlegar áminningar biskups. En upp úr öllu þessu að því er
virðist vonlausa stríði við ölhneigðina, gnæfir þó persóna sr. Brands.
"Hann var góðmennið sem í
fátækt sinni gaf sóknarbörnum sínum eftir lögboðin gjöld, klerkurinn sem
prédikaði af andríki og krafti, af hug og hjarta hinnar stórgáfuðu, breysku
trúarhetju", segir Stefán í Litla-Hvammi í endurminningum sínum.
Hann minnist fermingarföður síns af mikilli hrifningu og getur þess að hann hafi kynnst mörgum prestum á lífsleiðinni, en enginn þeirra komist nálægt sr. Brandi að mannkostum. Svo mikil hafi skyldurækni hans og ábyrgðartilfinningin verið, að þrátt fyrir dykkjuástríðuna vissi enginn til þess, að hann svo mikið sem dreypti á víni áður en hann gekk að prestverkum, hvort sem það var messugerð, eða það var skírn eða hjónavigsla sem átti að fara fram.
Síra Brandur Tómasson var
prestur í Ásum á árabilinu 1880-1891, en auk þess þjónustaði hann önnur brauð í
Vestur-Skaftatfellsprófastsdæmis sem hér segir:
í Meðallandi árin 1881-1884
í Álftaveri - 1881-1888
í Mýrdal -- 1885-1886
í Meðallandi - 1885-1888.
Á þessum árum voru tvær
kirkjur í Skaftártungu og fjórar í Mýrdalnum. Munu ekki aðrir prestar hafa haft
erfiðari prestsþjónustu hér á landi en sr. Brandur hafði þau misseri sem hann
þjónaði beggja vegna Mýrdalssands. Til að sýna hvernig þessi þjónusta var rækt,
skal hér birt skrá yfir messur sr. Brands, frá trínitatis til aðventu 1885 og á
útmánuðum 1886.
Hvað skuldar Brandur prestur hér?
Skaftfellingar virðast hafa fyrirgefið
honum breyskleikann og það margsinnis. Eitt sinn sem oftar var hann staddur á
Eyrarbakka sem var næsti kaupstaður við Ása, en fékk enga úttekt því reikningur
hans í versluninni stóð mun verr en kaupmanni líkaði. Sóknarbörn hans þau er
nærstödd voru vildu liðsimna sálusorgara sínum og sá sem var í forsvari fyrir
hópnum gekk inn í búðina og mælti stundarhátt: "Hvað skuldar Brandur prestur
hér?" Kaupmaður nefndi töluna, en bændur höfðu gert samtök um að greiða
upp skuldina svo prestur fengi úttekt eins og aðrir.
(Þannig kunna niðjar Brands söguna,
en aðrir vilja láta
Loforðið efnt.
Meðan sr. Brandur var enn í
prestaskólanum í Reykjavík var það eitt sumar að hann var í kaupavinnu, að
æskuvinur hans sem var bóndasonur að norðan bað hann um að jarða sig ef hann
lifði hann. Brandur var skiljanlega ekki viss um hvort hann mundi lifa hann en
játti þó bón vinar síns. Alllöngu síðar voru Brandi sem hafði þá tekið prestavígslu,
veittir Ásar í Skaftártungu. Skrifaðist hann eftir það lengi á við vin sinn sem var
orðinn stórbóndi fyrir norðan. En árin liðu og smátt og smátt dró úr bréfaskriftunum uns þau lögðust af.
Þá var það vor eitt að beinagrind af karlmanni rak á fjöru
Þykkvabæjarklausturs. Var beinagrindin óþekkjanleg, en við hana hékk ísaumað
vaðmálsbelti með nafni mannsins sem enginn þar um slóðir kannaðist við. Um
þetta leyti þjónaði séra Brandur Þykkvabæjarprestakalli ásamt Ásum og var honum
tilkynnt um beinagrindina og fært beltið. Brá honum mjög þegar hann
sá þar nafn æskuvinar síns. Um svipað leyti hafði hann frétt að hann hefði
drukknað um veturinn og líkið ekki fundist. Jarðaði séra Brandur þá æskuvin
sinn eins og hann hafði lofað.
Og hann bað fyrir guðshúsinu, söfnuðinum, Jóni og sjálfum sér.
Það rættist og sem spáð hafði verið að Meðallendingum héldist illa á prestum sínum þegar það gerðist að verið var að flytja prédikunarstóllinn sem tilheyrði kirkjunni í Langholti, en hann valt af hestinum og ofan í Skarðsá. Voru prestar þar jafnan stutt eftir það og oft prestlaust. Var þá brauðinu þjónað af nágrannaprestum og einn þeirra var sr. Brandur Tómasson í Ásum.
Jón nokkur Sverrisson sagði
svo frá að þegar hann var um fermingu, þjónaði sr. Brandur í Langholtssókn.
Hann sagði prest hafa verið góðan mann með lítil efni en stórt hjarta,
tilþrifamikinn og skörulegan. Jón minnist þess að eitt sinn þegar Brandur kom í
húsvitjun, stóð hann um stund úti fyrir bænum og kallaði síðan: "Hann síra
Brandur vill koma inn". Var þá skjótt til dyra gengið og prestur leiddur í
bæinn. Jón var þá að læra kverið og kominn að 6. kaflanum sem var bæði langur
og tornuminn og kvörtuðu foreldrar hans yfir því við prest hve illa lærdómurinn
gengi. En prestur svaraði: "Verið þið alveg róleg. Þið skuluð ekki hafa
ábyggjur af þessum dreng. Hann Jón litli spjarar sig".
Eitt dimmt haustkvöld kom sr.
Brandur að Grímsstöðum, þar sem foreldrar Jóns bjuggu þá. Hann var að koma frá
því að skíra barn og bað um fylgd að Fjósakoti því þar ætlaði hann að gista.
Fór Jón með honum, en prestur bað Jón segja sér þegar þeir væru komnir móts við
kirkjuna sem Jón gerði. Fór þá sr. Brandur af baki, tók ofan hattinn og bað
heitt og innilega fyrir guðshúsinu, söfnuðinum, Jóni og sjálfum sér.
Samskiptin við Mýrdælinga.
Um nokkurn tíma þjónaði séra Brandur Mýrdalsþingum auk síns eiginlega prestakalls. Mýrdælingar tóku honum illa því þeir vildu fá sinn eigin prest eins og áður hafði verið. Fyrsta sunnudag sem hann messaði þar mætti enginn til kirkju. Séra Brandur tók því með mestu ró, labbaði sér niður að Hvoli til hreppstjórans sem hann vissi harðastan í andstöðunni gegn sér og beiddist gistingar. Hún fékkst, en ekki var mikið haft við gestinn. Honum var vísað til svefns hjá börnunum, en hann tók því vel og sagði þeim sögur og ævintýri fram eftir kvöldinu. Morguninn eftir kvaddi prestur og þakkaði mikið fyrir sig en fór ekki langt, því hann gisti næstu nótt á bæ þar örkammt frá. Þannig fór hann um dalinn alla næstu vikuna, en talaði alls staðar mest við bömin. Næsta sunnudag messaði hann aftur í Mýrdal, en nú brá svo við að kirkjan var troðfull. Þurfti hann ekki að kvarta undan lélegri kirkjusókn Mýrdælinga eftir það.
Brandur var einlægur trúmaður
og muna hafa verið margar sögur sagðar af trú hans þó flestar séu þær nú
glataðar. Einhverju sinni hvessti mjög meðan Skaftfellingar voru á sjó og
komust bátarnir ekki í land því að ógurlegir brimskaflar risu ógnarhátt við sendna
ströndina. Uppi á sjávarkambinum stóð fjöldi fólks og horfði á hvernig
eiginmenn og synir reyndu að brjótast til lands þegar séra Brand bar þarna að. Þegar
hann sá hve tvísýnt var með lendingu og að bátamir bjuggust til að snúa frá,
bað hann alla viðstadda að krjúpa á kné og biðja með sér. Heit og innileig bænin
steig upp frá litla hópnum á hinni kaldranalegu og eyðilegu strönd og kannski hefur
hún komist í gegnum dimm óveðursskýin, því að skyndilega sló á báruna, skipin
renndu upp á sandinn og engan sakaði.
En ölvaður sté Brandur aldrei í stólinn.
Allir, sem þekkja til
staðhátta austur þar, vita hvert þrekvirki það hefur verið að rækja
prestsþjónustu í Skaftárþingi á þessum tíma með þeim hætti sem sr. Brandur mun
hafa gert. Eitt dæmi um það hve mikinn vaskleik prestur sýndi í starfi sínu,
nefnir sr. Þórhallur Bjarnarson í Kirkjublaði sínu er hann minntist hans. Maður
í Ásasókn bað prest að jarða fyrir sig á laugardegi, en messa var boðuð daginn
eftir á Sólheimum. Sr. Brandur brást vel við beiðni mannsins, jarðsöng, skírði síðan
barn á leiðinni og lagði eftir það á Mýrdalssand í náttmyrkri og vonskuveðri. Náði
hann að Sólheimum til messugerðar í tæka tíð, en þetta var á þorranum. Talið
var að beiðnin um jarðsetninguna hafi verið gerð af glettni við prest til að
Aðeins einu sinni mun hafa
orðið messufall hjá séra Brandi sem herma má upp á hann. Var það daginn eftir
að hann hélt brúðkaup Hallfríðar dóttur sinnar og Magnúsar Sigurðssonar, sem var
þá vinnumaður í Ásum. Þau voru foreldrar Guðbrands Magnússonar sem lengi var
forstjóri Áfengisverslunarinnar. Sjálfsagt hefur hinn fátæka og vínhneigða
Ásaklerk síst af öllu órað fyrir því að dóttursonur hans yrði í fyllingu tímans
eins konar æðsta ráð yfir öllu áfengi á Íslandi, en umræddan dag mun séra Brandur
enn hafa verið all nokkuð ölvaður eftir veisluna og því ófær um að sinna
prestverkum.
Ölvaður steig séra Brandur nefnilega
aldrei í stólinn, enda hefði hann tæpast getað það, því vín gerði honum afar erfitt
um mál.
Önnur silfurskeiðanna af uppboðinu sem eru í eigu afkomendanna.
Leiðarlok.
Síra Brandur Tómasson varð
ekki gamall maður. Hann andaðist 54 ára á miðju sumri 1891. Það var á sunnudegi
og þá hafði messa verið boðuð í Ásum sem varð eigi af, en fjöldi manns var þó þegar mættur til messunnar þegar andlátið bar að. Í kjölfarið var bú hans
boðið upp til greiðslu skulda hans sem aldrei höfðu sagt skilið við hann í
lifanda lífi og eftir það uppboð átti maddama Valgerður ekkert eftir nema fötin
sin og börnin ef frá eru taldar tvær silfurskeiðar, skreyttar fögru hörpudiskamunstri.
Skeiðarnar voru upphaflega tólf, og voru boðnar tvær krónur í þær allar. Sá sem
bauð gaf ekkjunni kost á að kaupa þær aftur á sama verði, en hún sá sér ekki
fært að taka nema tvær þeirra og eru þær enn í eigu niðja hennar. Hún átti nú
ekki annan kost en ferðast aftur yfir fjöll og heiðar heim í Hrútafjörð Tvö
stjúpbörn hennar ílentust í Skaftafellssýslu, en fjögur fóru með henni. Þau Guðrún
og Jón, sem verið höfðu í kláfunum fáeinum árum áður, svo og tvö yngri sem
höfðu fæðst að Ásum.
Heimildir: Tíminn frá 1967,
Lesbók Morgunblaðsins frá 1967, sr. Sigurður Ægisson og Sigurður Hjálmarsson
föðurbróðir
14.05.2014 02:15
Eru þeir ekki að ganga of langt?
932. Ef ég er reiður við Bjarna, þá
lem ég bara hann Jón ef hann liggur betur við höggi. Einhvern vegin þannig kemur mér verkfall flugmanna og á næstunni einnig flugfreyja mér fyrir sjónir, þ.e. ef það er einfaldað hæfilega mikið. Í
styrjöldum eru óbreyttir borgarar algengustu fórnarlömbin.
Pétur Blöndal sagði í viðtali
við DV. að þeir hefðu gjarnan hæstu launin sem yllu mestu tjóni.
"Verfallsrétturinn er
stjórnarskrárbundinn réttur til að beita ofbeldi. Þeir hafa hæstu launin út úr
kjarasamningum sem valda mestu tjóni þriðja aðila, verstu tjóni án mikils eigin
framlags," sagði Pétur H. Blöndal,
RUV greindi frá að Clive
Stacey, framkvæmdastjóri bresku ferðaskrifstofunnar Discover the World, hvetur
flugmenn Icelandair til að draga úr launakröfum sínum. Hann segir furðulegt að
fámennur hópur flugmanna geti haldið íslenskum ferðamannaiðnaði í gíslingu.
RUV sagði einnig frá því að flugmenn færu fram á allt að 30% hækkun launa.
Um launakröfur flugmanna
mátti svo lesa á Pressan.is
"Byrjendalaun flugmanns hjá
félaginu, eru um 500.000 krónur. Ofan á það bætast svo við önnur laun,
yfirvinna og aðrar greiðslur, og skv. útreikningum má
"Flugmaður með tíu ára
starfsaldur hefur 650.000 krónur í grunnlaun. Algengar aukagreiðslur eru
150.000 krónur á mánuði og dagpeningar 200.000 krónur. Í heild
Eftir 25 ára starf geta
greiðslur til flugstjóra alls numið 1.700.000 krónum. Þar af eru 1.150.000
krónur í mánaðarlaun, 300.000 krónur í önnur laun og um 250.000 krónur í
dagpeninga".
Visir.is
"Flugstjórar hjá Icelandair
eru flestir með mun hærri heildarlaun en forsætisráðherra og bróðurpartur
flugmanna er á ríflegum ráðherralaunum. Þeir sætta sig ekki við þær
launahækkanir sem samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði".
Mbl.is
Af 100 launahæstu starfsmönnum
félagsins voru 92 flugmenn,"
RUV.
"Helga Árnadóttir
framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að vinnustöðvanir hafi
margfeldisáhrif: "Þau eru að hafa mikil áhrif á hverjum einasta degi núna,
vegna þess að það er verið að aflýsa flugferðum á hverjum degi. Við erum búin
að missa mikið af hópum og annað núna síðustu daga. Þannig að við erum að finna
verulega fyrir afbókunum".
"Þórir Garðarsson,
stjórnarformaður rútufyrirtækisins Iceland Excursions, segir að ferðamenn hafi
afbókað rútuferðir hjá þeim og fyrirtækið verði að endurgreiða þeim sem búnir
séu að greiða fyrirfram. Þetta gildi um einhverja farþega hafi bókað ferðir á
næstu tveimur vikum: "Það er að breyta sínum plönum. Það er að afbóka og fá
endurgreitt. Menn vilja ekki taka áhættu á að fara upp á eyju í miðju
Atlantshafi og verða innilyksa þar".
Þá hefur hann áhyggjur af því
að erlendar ferðaskrifstofur tapi peningum, sem geti skaðað íslenska
ferðaþjónustu til lengri tíma".
Mbl.is
Fjártjónið er gríðarlegt að
sögn Bjarnheiðar. "Þetta eru tapaðar tekjur fyrir alla sem að þessu standa. Það
eru rútufyrirtæki, leiðsögumenn, ferðaskrifstofur, hótel, veitingastaðir. Bara
þessir hópar fela í sér tugmilljóna tap," segir hún.
Hina hliðina á málinu segir
hún vera ímyndarskaðann. "Þegar þú ert að ferðast og heyrir af einhverju sem er
í gangi í landinu, verkföllum eða náttúruhamförum, þá upplifirðu sem svo að
áfangastaðurinn sé óöruggur og þú ferð frekar eitthvað annað. Ég er handviss um
að það fari að streyma inn afbókanir ef þetta heldur áfram."
Sé dregin einhver ályktun af þeim fréttaflutingi af málinu sem borið hefur fyrir augu og eyru að undanförnu, verð ég að segja eins og er að hún er þá helst sú að tjónið er mikið og ég hef litla sem enga samúð með flugmönnum í kjarabaráttu þeirra og tel málstað þeirra í dapurlegra lagi. Sérstaklega ef laun þeirra eru borinn saman við kjör ýmissa annarra stétta í íslensku samfélagi sem óskað hafa eftir leiðréttingu sinna mála að undanförnu og fengið 2,8% hækkun sem deilst hefur niður á næstu 12 mánuði.
En vopn flugmanna virðast ætla að bíta rétt eins og kjarnorkuógnin í Kalda stríðinu, árangurinn gæti orðið í réttu hlutfalli við eyðileggingamáttinn, öll sátt um hóflegar kjarabætur á línuna verður endanlega fyrir bí og við verðum fljótlega komin með talsverðan efnivið í nýja verðbólguskriðu.
12.05.2014 21:40
"Ísland fyrir Íslendinga"
931. Hlutirnir breytast og
mennirnir með. Það sem einu sinni stóð fyrir eitt, stendur nú fyrir eitthvað
allt annað og meira að segja orð og orðasambönd í okkar ástkæra ylhýra hafa
mörg hver fengið alveg splunkunýja og jafnvel öndverða merkingu frá því sem áður
var.
Ég gat ekki annað en brosað út
í annað þegar ég rakst á forsíðu NEISTA frá árinu 1934. Á þeim tíma fór stéttvíst
fólk fór í kröfugöngu hinn 1. maí og dagurinn var ekkert minna heilagur í hugum
margra en ýmsar kirkjulegar stórhátíðir nema síður væri.
-
Meðal framámanna í Jafnaðarmannaflokki
Siglufjarðar á þessum tíma voru t.d. Gunnlaugur Sigurðsson, Jóhann F.
Guðmundsson, Arnþór Jóhannsson, Kristján Sigurðsson, Kristmar Ólafsson, Jón Jóhannsson,
Guðmundur Sigurðsson og Pétur Vermundsson svo einhverjir séu nefndir, en ábyrgðarmaður
NEISTA var Kristján Dýrfjörð.
-
Væntanlega hafa þessir ágætu
menn tengt slagorðið fyrst og fremst við hina stoltu vinnandi stétt og hugsanlega einnig drauminn
um frjálst og fullvalda Ísland tíu árum fyrir lýðveldisstofnunina, en nú stendur
það m.a. fyrir þjóðrembu, fordómum og rasisma eins og við vitum.
11.05.2014 03:57
Eurovision 2014 - Pilla til Putins.
930. Úrslitin í söngvakeppni
Evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fór í gærkvöldi voru ekki alveg fullkomlega
í samræmi við spár veðbanka þó segja mætti að það munaði kannski ekki svo ýkja
miklu. Aðeins fáeinir tugir stiga röðuðu sér á örlítið annan hátt en spekúlantarnir
reiknuðu með, en það ruglaði auðvitað röðinni all nokkuð. Ég hef því miður haft
alveg sáralítinn tíma undanfarið til að velta fyrir mér bæði mögulegum og ómögulegum
sigurvegurum í keppninni og þegar hún brast á var ég að aka strætisvagn á leið
28 sem hafði upp á að bjóða frekar dapurt útvarp hvað hljómgæði varðar. Ég gaf mér því tíma til að kíkja á valda kafla þegar heim kom.
-
Fyrir okkur voru líklega
mestu stórtíðindi hvað stigagjöf varðar, hin áttan sem við fengum frá
Þess utan fengum við 7 stig frá Frakklandi og Ítalíu, 6 stig frá Hollandi og Norðmönnum, 4 stig frá
Bretum og Svíum, 5 stig frá Ungverjum og Dönum, 2 frá Þjóðverjum og sigurvegurunum
Austurríkismönnum. 1 stig kom svo frá Rússlandi og annað frá Spáni
En takið eftir; við fengum ekkert
stig frá Svíum og Finnlandi, eða þá Eystrasaltslöndunum.
Og við enduðum eins og
flestir vita í 15.sæti sem ég prívat og persónulega get verið meira en sáttur
við miðað við að hafa tekið það 19. frá fyrir Pollana.
-
En það má alveg halda því
fram að boðskapurinn um "enga fordóma" hafi kannski skilað sér með ágætum, eða í
það minnsta átt góðan hljómgrunn ytra þrátt fyrir að okkar stig hefðu alveg mátt
vera eitthvað fleiri. Í hvert sinn sem Rússland fékk stig, púaði salurinn sig
næstum því hásan og lét þannig í ljós vanþóknun sína með mjög svo ótvíræðum hætti og vesalings tvíburaljóskurnar guldu þannig fyrir misgjörðir misvitra ráðamanna heima
fyrir. Það velkjast líklega fáir í vafa um að nýlegar lagasetningar sem mismuna minnihlutahópum og þá sér
í lagi samkynhneigðum og landvinningalögin sem veita þeim sjálfum heimild
til að hlutast til um málefni nágrannaríkjanna eru ástæða hinna dapurlegu og neikvæðu undirtekta. Að Conchita Wurst hafi unnið, má heimfæra sem skýr skilaboð til handa fordómafullra ráðamanna og undirlægja þeirra austan tjaldsins sem er kannski ekki endanlega fallið. En hópur
íhaldssamra Rússa, Armena og Hvít-Rússa stóðu fyrir undirskriftasöfnun þar sem
keppnin í ár er sögð "gróðrarstía kynvillu" og hópurinn krafðist þess að Wurst
yrði bannað að taka þátt í keppninni. Þá vildi sami hópur að Eurovision yrði
tekin af dagskrá Rússneska ríkissjónvarpsins.
-
Segja má því og það alveg
skuldlaust að úrslitin ásamt viðbrögðum áheyrenda bæði í sal og annars staðar hafi komið vel á
vondan.
(Ein af fjölmörgum myndum sem birst hafa undanfarið þar sem Putin er lílkt við Hitler).
04.05.2014 03:34
Litið "snögglega" um öxl
929. Þessi ákaflega sérstaka
smáfrétt frá árinu 1934 ber það með sér að hafa ratað inn á "Lífið á Sigló" hér
á árum áður, enda þykist ég kannast við fingraförin hans Steingríms neðst til
hægri á úrklippunni. Líklega hef ég séð hana og skoðað vel og vandlega á sínum
tíma, enda fylgst býsna vel með siglfirskum miðlum hin síðari ár, hvort sem
þeir eru á prenti eða vef. En það eru þessir hugrænu lágþokubakkar sem framkalla
fyrningar minninganna og ég rak því upp stór augu þegar ég rakst á hana (aftur) á
nýlegu netflakki.
Það sem ég staldraði við að þessu sinni var nafnið "Magnús Nordal" sem mig minnir að ég hafi áður séð titlaðan verkstjóra frá Siglufjarðarárum sínum, en hvar eða við hvað veit ég ekki. Eftir að hann flutti suður sem gæti vel verið skömmu fyrir 1940, mun hann hafa starfað mikið fyrir Þjóðræknisfélagið. Það dúkkaði líka upp í kollinum á mér að hann mun hafa byggt húsið að Hverfisgötu 11 sem til að byrja með var skráð sem Lindfargata 20c þar sem það kom á undan götunni sem það stendur við. Hann bjó á efri hæðinni í einhver ár, en seldi hana Baldvin Þ. Kristjánssyni þegar sá maður flutti suður á mölina. Baldvin sem vann síðar mikið fyrir klúbbana "Öruggur akstur" syðra, bjó þar um tíma en seldi þá afa mínum og nafna hæðina einhvern tíma á árabilinu 1947-48. Afi og amma sem framan af höfðu búið á neðri hæðinni rétt eins og núverandi eigandur (Tryggvi Sigurjónsson og Erla Hlífarsdóttir síðan 1996 ef ég man rétt) fluttu þá upp, en seldu þá Jóhanni Möller og Helenu Sigtryggsdóttir neðri hæðina.
Verulegar líkur eru á að
slysið sem um getur í fréttinni hér að ofan hafi átt sér stað á Brekkunni á Sigló, eða nánar tiltekið í húsi númer 11 við Hverfisgötu.
04.05.2014 03:29
Enn fleiri blá hús
928. Ég fékk á dögunum senda ábendingu vegna færslunnar "Blá hús", en Hlynur Arndal taldi að ég hefði alveg mátt hafa rúntinn örlítið stærri þar sem all nokkuð vantaði upp á úttektina. Hann var þá svo vinsamlegur að senda mér mynd af hinu glæsilega húsi sínu sem er númer 21 við Hverfisgötu hinnar syðri. Hann hefur nú bætt um betur og sent mér tvö blá hús til viðbótar og ég hef vegna frábærs árangurs hans í bláhúsaveiðum, útnefnt hann sem sérlegan bláhúsaleitarmann síðunnar. Ég gerði mér ekki grein fyrir að það væru svona mörg blá hús á Siglufirði, en eftir á að hyggja hefði ég auðvitað átt að vita betur. Bæði húsin sem bættust við að þessu sinni standa við Háveg hinn nyrðri og er örskammt á milli þeirra.
Annað húsið er númer 7, en þar búa
Ólafur Kárason og Þórey Guðjónsdóttir. Á undan þeim bjuggu þar Sigurður Þór
Haraldsson og María Jóhannsdóttir sem nú búa að Suðurgötu 57.
Hitt húsið er skráð 14b. Þar
hefur enginn haft fasta búsetu um áratuga skeið, en síðast bjó þar Þorvarður T.
Stefánsson byggingafulltrtúi (1900-1980) ásamt konu sinni Guðrúnu Pálsdóttur (1909-1994).
Myndunum hefur auk þess að fylgja
þessum nýskrifuðu orðum verið bætt í færsluna "Blá hús" hér að neðan.
- 1