Blogghistorik: 2010 Länk

18.05.2010 00:29

Og fjöllin eru ennþá flekkótt



631. Það er ekki alltaf rauður himinn um nætur
eða bjartir og skínandi dagar  þennan fyrri hluta maímánaðar sem ég staldraði við á heimaslóðum. Stundum sest þokan utan í fjöllin og hangir þar eins og hún sé límd við þau, einn daginn sást aðeins malarfjaran austan fjarðarins við Evangerrústirnar og mér varð starsýnt á allstóran snjóskafl rétt fyrir ofan fjöruborðið. Ég fékk mér svolítinn bíltúr fram að Hóli og sá að tæpast yrði spilaður bolti þar alveg allra næstu daga.




Ég sá að Tóti var að bera timbur inn í gamla Videoval, eða á ég kannski að segja Verslun Guðrúnar Rögnvalds frá því í denn. Ég sem er talsvert forvitinn að eðlisfari þurfti auðvitað að athuga hvaða framkvæmdir væru þarna í gangi og gaf mig á tal við Bíldælinginn geðþekka.

Jú, það er stefnt að því að opna ljóðasetur eigi síðar en í júlí nk.

Ég fór inn og skoðaði húsnæðið, en talsvert hefur greinilega breyst þarna inni upp á síðkastið.

"Og svo koma nokkrir Kiwanismenn og ætla að hjálpa mér um helgina" bætti Tóti við.

Vonandi gengur honum allt í haginn.

-

En nú er sá sem þetta ritar enn og aftur á norðurleið þar sem staldrað verður við fram yfir Hvítasunnu.

14.05.2010 12:33

Himnalitir



630. Himinninn var skrautlegur á leiðinni á heimaslóðir í byrjun mánaðarins. Þar voru áberandi bæði bláir og rauðir tónar, en einnig var í senn bæði bjart til hininsins og dimmt til jarðarinnar.
Myndin var tekin á móts við bæinn "Fjall" skammt fyrir ofan Varmahlíð.




"Kvöldroðinn bætir, morgunroðinn vætir" segir gamalt máltæki. En hvort sem hér er um að ræða síðbúinn kvöldroða, eða morgunroða sem hefur tekið daginn snemma skal ósagt látið. Myndin er tekin að lokinn svolítilli steypuvinnu um fjögurleytið þ. 11. maí sl.

14.05.2010 12:06

Fjölskyldudagur og Siglfirðingaball



629. Eins og venja er til um helgina sem næst liggur afnælisdegi Siglufjarðar þ. 20. maí, mun Siglfirðingafélagið standa fyrir hinum árvissa fjölskyldudegi í Grafarvogskirkju.



Og eins og tvö síðastliðin ár stendur hópur burtfluttra Siglfirðinga sem búsettir eru á suðvesturhorninu, fyrir Siglfirðingaballi á Catalinu þessa sömu helgi.



Dúóið Vanir Menn mun leika fyrir dansi ásamt hinu nýstofnaða bílskúrsbandi sem nú mun stíga sín fyrstu spor á palli og leika Siglfirska slagara í bland við annað efni. Hún er að mestu skipuð tiltölulega þroskuðum sveitungum vorum sem hafa sett mark sitt á hina Siglfirsku poppsögu á umliðnum árum.



Og rétt er að benda á að til að gera daginn enn skemmtilegri leggur Café Catalina einnig sitt af mörkum og býður upp á stórglæsilegan matseðil á alveg einstöku tilboði.

Smjörsteiktur skötuselur með kartöflu, grænmeti og hvítvínssósu                   kr. 1.550.-
Nautasteik með bakaðri kartöflu, grænmeti og bernessósu                              kr. 1.900.-
Lambasteik með bakaðri kartöflu, grænmeti og sveppasósu                           kr. 1.900.-
Sjáfarréttasúpa með nýbökuðu heimagerðu brauði                                          kr. 1.250.-

Matargestir geta pantað borð í síma 554-2166 en opnað verður inn í danssal kl. 23.00.

Rétt er að taka það fram að aldurstakmark er 20 ár og frítt er inn á ballið.

  • 1

Namn:

Leó R. Ólason

Plats:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Antal sidvisningar idag: 818
Antal unika besökare idag: 141
Antal sidvisningar igår: 1391
Antal unika besökare igår: 279
Totalt antal sidvisningar: 496195
Antal unika besökare totalt: 54759
Uppdaterat antal: 26.12.2024 21:06:26
clockhere

Länkar