Blogghistorik: 2012 Visa kommentarer
31.07.2012 07:21
Vanir Menn á Síldarævintýri
829. Eins og á síðasta ári og einnig árinu þar á undan, ætlum við gömlu mennirnir sem spiluðum saman í Miðaldamönnum á árunum í kring um 1980 að koma saman á Síldarævintýrinu og taka eins og eitt gigg á plani og annað í húsi. Í fyrra var Baldvin Júlíusson söngvari Gauta frá sjöunda áratugnum sérlegur gestur á palli, en í ár leggur okkur lið bakarinn og söngvarinn Róbert Óttarsson sem flestir ættu að vera farnir að kannast við sem fylgst hafa með tónslitaruppákomum í bænum okkar síðustu árin.
Til stendur að spila á bryggjuballi síðdegis á laugardegi ef veður leyfir sem allt bendir reyndar til, en færa sig síðan síðan inn í hús þegar kvölda tekur. Lagavalið mun einkennast af léttum og dansvænum lögum frá liðnum árum (jafnvel löngu liðnum) og einhverjir vel þekktir siglfirskir slagarar munu örugglega fljóta með í bland við annað efni.
23.07.2012 10:04
Hér við íshaf byggð var borin...
828. Frá og með laugardeginum s.l. mátti finna "Siglufjörður", lag og ljóð Bjarka Árnasonar inni á Youtube í splunkunýrri útsetningu. Ástæða tímasetningarinnar er auðvitað fyrst og fremst sú að óðum styttist í bæjarhátíð okkar siglfirðinga "Síldarævintýrið". Höfundurinn er eins og áður segir Þingeyingurinn Bjarki Árnason (03.05.1924 - 15.01.1984) sem fluttist til Siglufjarðar árið 1943 og bjó þar allt til dauðadags. Ýmsir hafa haft aðkomu að framkvæmdinni og vil ég þar fyrstan nefna sveitunga vorn Birgi Ingimarsson sem var aðal driffjöður og reddari hugmyndarinnar hér syðra, þá Róbert Guðfinnsson framleiðanda og væntalega fjármagnanda, Dalvíkinginn Eyþór Inga Gunnlaugsson stórsöngvara, Reykvíkinginn Þorvald Bjarna útsetjara, Ísfirðinginnn Jón Steinar sem tók myndbandið og Stefaníu Thors sem ég held að sé líka af Reykjavíkursvæðinu, en hún klippti það.
Þetta er síður en svo alveg nýtt mynstur, því í upphafi síðustu aldar fjölgaði íbúum Siglufjarðar svo hratt að engin önnur dæmi eru um slíkt hérlendis. Dugandi fólk kom þá víða að af landinu og gerði bæinn að því sem hann varð, og eiga því mun fleiri en í flestum öðrum þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni ættir sínar að rekja til austurs, vesturs, norðurs eða suðurs.
Slóðin á lagið er http://www.youtube.com/watch?v=VP6xHczSnMg&feature=youtu.be
-
Siglufjörður.
Hér við íshaf byggð var borin
Bærinn okkar SIGLUFJÖRÐUR.
Inn í fjöllin skarpt var skorinn
Skaparans af höndum gjörður.
Til að veita skjól frá skaða
Skipunum á norðurslóðum
Sem að báru guma glaða
Gull er fundu í hafsins sjóðum
Hér er skjól og hér er ylur
Hart þó ís að ströndum renni
Þó að hamist hörku bylur.
Hlýju samt hið innra kenni.
Fólkið sem að byggir bæinn
Bestu lofgjörð honum syngur
Um að bæti öllum haginn
Eitt að vera SIGLFIRÐINGUR.
22.07.2012 00:17
Meira um strætó
12.07.2012 09:20
Úti að aka
826. Það er ekki orðum aukið að undanfarna mánuði hafa flestar gerðir bíla, akstur og umferð, öryggismál, vegamál, að ógleymdum atvinnumálunum, verið það sem flest hefur snúist um allt þar til í þessari vikur sem nú er að líða. Sá tími sem farið hefur í nám við Ökuskólann í Mjódd frá því snemma í aprílmánuði sl., hefur verið aldeilis frábær og skemmtileg upplifun að sitja á skólabekk eftir 35 ára hlé. Þá er ekki verra að uppgötva að það sem hræddi einna mest var ekki það vandamál sem óttast var, en það var að hæfileikinn til að nema eitthvað nýtt væti að mestu fyrir bí vegna aldurs. Það var bóklegi þátturinn og það sem ég hef kallað teflonheilkennið sem fer venjulega vaxandi með árunum, sem var sérstaklega óttast að ætti alveg sérléga illa saman.
En síðan kom í ljós að það var einmitt bóklegi þátturinn sem heillaði. Umferðarsálfræði og Saga umferðar og ökutækja var eitt af því sem kom skemmtilega á óvart og í hinu síðar nefnda átti skrifarinn nokkra létta spretti í kennslustofu þar sem hann miðlaði m.a. myndinni hér að ofan, en þar er verið að leggja veginn yfir Siglufjarðarskarð þar sem verkfærinn eru aðallega haki, skófla, járnkarl og hjólbörur. Þeir sem yngri voru áttu svolítið erfitt með að trúa því að slík vinnubrögð hefðu nokkru sinni tíðkast svona í alvörunni og það mátti sjá einstaka enni hrukkast í forundran og einhverja setti hljóða. Því miður man ég ekki hvar, hvenær eða hvernig þessa sögulegu mynd rak á fjörur mínar, en hún segir segir okkur mikla sögu.
Og svona auglýsu menn í upphafi bílaaldar á Íslandi, eða nánar tiltekið árið 1926.
Ég rakst á þessa athyglisverðu grein þegar ég átti leið um netslóðir nýlega og leit eftir einhverju gömlu og kannski svolítið sögulegu þar sem umjöllunarefnið var bílar og umferð fyrir hart nær öld síðan. Hún birtist í Vísi þ. 19. júlí árið 1929 og ef til vill eru þarna á ferðinni fyrstu hugrenningar um nauðsyn þess að bílstjórar sé vel undirbúnir undir akstur sem meiri ábyrgð fylgir og fari ekki of snemma af stað í slíkt, eða það sem við köllum í dag meiraprófið.
S.l. þriðjudag tók ég "trailerprófið" eða próf á bíl með eftirvagn og gæti því samkvæmt myndini hér að ofan stuðlað að dreifingu hákarla um land allt, en CE prófið svokallaða var síðasti áfanginn í prófaröðinni. Var þar með þessum kafla lokið og tími til kominn að leta fyrir sér og nýta nýfengna þekkingu.
Það tók hvorki langa stund eða kostaði mikla fyrirhöfn að leita sér að vinnu, því á mánudaginn sl. byrjaði ég að aka strætó innanbæjar í Kópavogi af öllum leiðum og stöðum og það varð auðvitað að skella einu skoti á karlinn þegar hann smellti sér í búninginn fyrsta daginn. Það er margt sem erfitt er að sjá fyrir og ein lítil beygja á lífsleiðinni getur breytt öllu því sem á eftir fer. Í byrjun árs sá ég fyrir mér að ég yrði að vinna á Siglufirði a.m.k. eitthvað fram eftir árinu, fáeinum vikum síðar munaði minnstu að ég hæfi verslunarrekstur á Laugaveginum, en í aprílmánuði skráði ég mig í meiraprófið, eiginlega í hálfgerðu bríaríi. Nú er bara að bíða spenntur og sjá til hvert þessi ákvarðanataka leiðir.
02.07.2012 20:34
Fésbókarbömmer
825. Ósjaldan hef ég fengið þá spurningu hvers vegna
kjaftaskur eins og ég sé ekki á Facebook, og jafn oft (eða ósjaldan) hef ég
eiginlega ekki átt neitt nægilega gott svar við því. "Þú ert nú hálfgerð
risaeðla" sagði einn sveitungi
-
Katherine Losse sem var starfsmaður Facebook no. 51 var að senda frá sér bók sem hefur valdið talsverðu fjaðrafoki í umræddum bókarheimum, en þar opinberar hún leyndarmálin 13 eins og hún orðar það. Bókin heitir nefnist "The Boys Kings: A journey into the heart of the Social network" ýmislegt sem Mark Zuckerberg upphafsmanni og aðaleiganda síðunnar hlýtur að finnast frekar óþægilegt.
Í bókinni segir hún meðal annars frá lykilorði sem opnar hönnuðum síðunnar aðgang að síðum allra notenda. Einnig talar hún um skugga-prófíla sem gerðir voru árið 2006 fyrir fólk sem enn hafði ekki skráð sig á síðuna og byggðust á myndum sem vinir þeirra höfðu sett inn. Markmiðið var, að sögn Losse, að búa til gagnagrunn um allt fólk í heiminum. Um skeið var starf hennar falið í að skrifa texta undir nafni sjálfs Mark Zuckerberg.
Þá segist hún hafa upplifað mikið kynbundið misrétti og kynferðislegri áreitni, en Mark sem hún segir engan áhuga hafa á öðru en að forrita hafa sagt en hann hafði engan áhuga á að velta sér upp úr slíku. Um þetta má lesa m.a. á visir.is og pressan.is
-
Svona fréttir eru að öllum líkindum lítt til þess fallnar að trekkja inn á bókarskriflið.
- 1