Færslur: 2012 Október
31.10.2012 03:04
Rölt upp í Skollaskál
25.10.2012 09:43
Afastelpur
18.10.2012 10:12
Skarðsmótið 1976
844. Ég rakst á þessi stórskemmtilegu glös fyrir stuttu síðan
þegar mér datt í hug að kíkja inn í hið óborganlega og ómissandi magasín "Góða
Hirðinn". Ég hugsaði mig ekki mjög lengi um og festi kaup á þeim þrátt fyrir að
mig vantaði svo sem ekkert endilega fleiri drykkjarílát. Kaupverðið var 10 kr.
stykkið og þar sem stóð sæmilega á hjá mér akkúrat þá stundina, gat ég nokkuð
auðveldlega greitt það út í hönd í reiðufé. Þegar heim kom datt mér í hug að
fræðast svolítið um þetta tiltekna mót og niðurstöðurnar
Þetta ár áttu Siglfirðingar því miður mun færri menn og konur á verðlaunapalli en fáeinum árum áður þegar "við" bárum hreinlega ægishjálm yfir flesta aðra landsmenn þegar skíðaíþróttir voru annars vegar.
Enginn Siglfirðingur var í neinu af fimm efstu sætunum í stórsvigi karla, en Gústi Stefáns bjargaði því sem bjargað varð í þeirri grein og var í þriðja sæti í sviginu. Gamla kempan Jóhann Vilbergs var í þriðja sæti í alpatvíkeppni karla, en garpurinn Magnús Eiríksson var fyrstur í göngu karla og þar með eru siglfirstu nöfnin upp talin.
Athygli vakti að Steinunn Sæmundsdóttir Reykjavík, Aldís Arnardóttir Akureyri og Kristín Úlfsdóttir Ísafirði voru efstar í stórsvigi kvenna, svigi kvenna og alpatvíkeppni kvenna. Og ekki bara það, heldur var Steinunn alltaf efst, Aldís alltaf önnur og Kristín alltaf í þriðja sæti.
11.10.2012 23:54
Skömmbakkar í skítamálum
843. Ófögur sjón blasti við nokkrum erlendum ferðamönnum fyrir stuttu síðan í miðbæ Reykjavíkur þegar þeir þurftu að létta á sér eftir hressandi morgungöngu og búðarráp, en eins og sjá má á myndinni er sumt greinilega verulega úr lagi fært þarna innan dyra. Varla verður aðkoman að þessari bráðnauðsynlegu aðstöðu talin landi og þjóð til sóma á erlendri grund þegar frá líður, en auðvitað geta því miður fáein skemmd epli haft mjög svo mengandi áhrif á umhverfið með háttarlagi sínu og eru því verulega slæm auglýsing fyrir Ísland og íslendinga. - Nema þeir sem þarna voru á ferð hafi verið með svona gríðarlega mikið harðlífi.
06.10.2012 10:00
Nokkrar haustlegar myndir að vestan
03.10.2012 18:13
Kveðja til Bassa Möller
841. Í dag lagði ég leið mina í Digraneskirkju í Kópavogi til að kveðja mætan sveitunga, Kristinn Tómas Möller. Ég kynntist honum fyrst þegar okkur Bigga Inga datt í hug að líta út fyrir fjallahringinn nyrðra og skelltum okkur á vertíð til Eyja og það verða að teljast bæði góð og þroskandi kynni. Kristinn eða Bassi eins og hann var alltaf kallaður, réði gjarnan Siglfirðinga til vinnu í Ísfélagið, en gerði okkur jafnframt grein fyrir því að enginn skyldi halda að hægt væri að koma til að sukka og slarka. Hjá honum yrðu menn að stunda sína vinnu og standa sína plikt. Ísfélagið í Vestmannaeyjum var því góður vinnuskóli sem Bassi veitti forstöðu, a.m.k. í hugum okkar sem bjuggum á verbúðinni uppi á þriðju hæð. Og þó að hvessti stundum í samskiptum okkar um stund lægði storminn alltaf aftur því annað var ekki hægt þegar maður eins og hann átti í hlut. Til hans lögðu leið sína margir góðir drengir að heiman á árunum eftir gos, Biggi Inga, Guðbrandur Ólafs, Guðni Jóhanns, Jonni Odds, Palli Sigþórs, Bjössi Sveins, Gummi Kötu, bræðurnir Sigurjón og Úlfar Gunnlaugs, Birgir Óla Geirs. Gleymi ég einhverjum?
Og svo voru stelpurnar þarna á vistinni líka þó þær störfuðu ekki í móttökunni. Þær unnu þó oft með okkur í salthúsinu. Magga Alfreðs frá Lambanesreykjum, Erla Gull, Kristín Sigurjóns, Svava Gunnars. Ég gleymi örugglega einhverjum.
Hin síðari ár ráðgerðum við strákarnir úr þessu gengi nokkrum sinnum að kíkja á gamla verkstjórann okkar og einu sinni hringdi ég í hann því nú átti að láta verða af því.
"Þú hittir ekki vel á því ég er alveg að drepast í löppinni" sagði hann.
"Endilega kíkiði við seinna þegar ég verð orðinn skárri, en þið fáið bara kaffi og ekkert með því" bætti hann við.
Við vorum ekki búnir að
Blessuð sé minning hans.
- 1