19.04.2007 00:25
Bruni í miðbæ Reykjavíkur.
365. Ég átti leið um miðbæ Reykjavíkur um svipað leiti og fréttir bárust af brunanum á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Ég staldraði við og smellti af þó nokkrum myndum sem eru komnar í myndaalbúm. Rétt áðan fékk ég svo sent eftirfarandi sms sem ég sendi áfram til nokkurra útvalinna.
Hljómsveitin "Sviðin jörð" leikur fyrir dansi í kvöld á veitingastaðnum "Pravda."
Logandi heitur kebab og orkudrykkurinn BURN fylgja hverjum miða.
Eldheit stemming.
Athugið að staðurinn er ekki reyklaus.
Svo mörg voru þau orð...
Skrifað af LRÓ