06.05.2007 04:05

Siglfirðingar á förnum vegi.


371. Þegar ég á lausa stund og finn þörf hjá mér að blogga svolítið en man ekki eftir neinu sem mig langar til að taka fyrir, hefur það reynst óbrigðult ráð að skoða nokkrar myndir úr hinu sístækkandi stafræna ljósmyndasafni. Bæði hef ég smátt og smátt verið að skanna hinar eldri, og svo tek ég allt frá 200 og jafnvel upp í 400 nýjar myndir í hverjum einasta mánuði.

Þegar ég var á dögunum að skoða mig um í möppunni sem merkt er "Ljósmyndir," datt mér í hug að taka saman nokkrar myndir af Siglfirðinum sem ég hef kynnst (að vísu misvel) í gegn um tíðina. Suma er ekki ólíklegt að hitta fyrir á góðum degi á röltinu við Ráðhústorgið, en aðra rekumst við á fjarri heimahögunum. Flestir eru þessa heims, en einhverjir hafa tekið sér far með ferjumanninum dularfulla sem flytur okkur öll að lokum yfir fljótið mikla.

Myndirnar sem eru teknar við ýmsar aðstæður og á ýmsum tímum (sólarhringsins,) endurspegla sumar hverjar staðinn, stundina og kringumstæðurnar. Þess vegna þykir mér rétt að benda þeim á sem vilja ekki sjá sjálfa(n) sig í þessu safni að hafa samband netleiðis í leor@simnet.is eða í 863-9776, og ég mun þá láta vikomandi hverfa með það sama ef vilji þeirra stendur til þess.

Hér að neðan getur að líta svolítið sýnishorn af því sem sjá má ef farið er inn á Myndaalbúm í möppu sem merkt er Siglfirðingar á förnum vegi. Afgangurinn skýrir sig sjálfur og frekari orð því með öllu óþörf.













































+



















































































































Og eins og áður er sagt er þetta aðeins svolítið sýnishorn af því sem sjá má ef farið er inn á Myndaalbúm í möppu sem merkt er Siglfirðingar á förnum vegi.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 602
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 495979
Samtals gestir: 54734
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 17:55:17
clockhere

Tenglar

Eldra efni