07.06.2007 00:58

Jónsi & Jói.

377. Nýlega setti ég "linka" á þá Jónsa og Jóa Frank undir flokknum "Ljósmyndasíður." Ég hef þekkt Jóa um nokkurra ára bil, en Jónsa nánast frá því ég man eftir mér á Siglufirði. Það var svo fyrir tiltölulega stuttu síðan að ég vissi að þeir höfðu báðir brennandi áhuga á ljósmyndun. Mig langar til að kynna þá aðeins betur.


Jónsi.

Jónsi eða Jón Magnús Björnsson fæddist á Siglufirði árið 1955 er sonur Björns Grétars og Tótu Jóns. Hann bjó ásamt foreldrum sínum og yngri bróðir sínum Óla, að Aðalgötu 22 (á neðri hæðinni hjá Rúdolf Sæby) þar til fjölskyldan flutti til Innri-Njarðvíkur þegar hann var 10 ára gamall. En hann kom líka oft á "brekkuna," þegar hann var að heimsækja ömmu sína og afa, þau Jón og Oddnýju Nikódemusar, en þau bjuggu að Hávegi 8. Og þar sem stutt var á milli þeirra og æskuheimilis míns, lágu leiðir okkar oft saman. Og því má svo bæta við að mæður okkar voru mikar vinkonur allt frá þær hittust fyrst í svolitlum drullupolli fyrir framan Hverfisgötu 11 umlíkt leyti og skólaganga þeirra skyldi hefjast í Barnaskóla Siglufjarðar.

En hér að neðan getur að líta örlítið sýnishorn mynda sem Jóns hefur tekið.










Jóhannes Frank Jóhannessyni eða bara Jóa kynntist ég upphaflega yfir afgreiðsluborðið á Laugarásvideó, en þangað kom hann oft á árum áður. Hann er fæddur og uppalinn á Þingeyri við Dýrafjörð, en fluttist þaðan fyrir allmörgum árum. Hann hefur m.a. staðið að rekstri auglýsingastofunnar Frank & Jói og að mestu unnið störf tengd auglýsingum og markaðsmálum hér syðra.













Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 622
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 495999
Samtals gestir: 54735
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 18:46:18
clockhere

Tenglar

Eldra efni