16.10.2007 20:57

Hólshyrnudraugurinn.



406. Fyrir nokkrum vikum síðan var bloggað um meintan draugagang bæði uppi á Dyrhólaey og eins í Mýrdalnum. Það má nú vera nokkuð ljóst að vinur minn og fyrrum spilafélagi að norðan "Biggi Inga" hefur rennt augunum yfir þær pælingar, og hefur hann greinilega talið að full ástæða væri til að viðhalda umræðunni og leggur í því skyni sjálfur svolítið í púkkið.

Fljótlega eftir að við Maggi Guðbrands komum niður af Hólshyrnunni og myndir voru komnar á netið, fékk ég þessa senda frá áður nefndum ásamt fyrirspurn um hvort ég hefði nokkuð orðið var við hann þennan.

Það er sem sagt kominn alveg splunkunýr draugur til sögunnar sem á vafalaust eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. - Hólshyrnudraugurinn ógurlegi.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 129
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 495506
Samtals gestir: 54626
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 11:16:11
clockhere

Tenglar

Eldra efni