01.11.2007 09:05
Sjónmæling.
411. Þegar árunum í æfisafninu fjölgar og þegar það sem var einu sinni nýtt og öflugt tæki er það ekki lengur, er ljóst að við þurfum að gera þær ráðstafanir sem duga best til þess að halda öllu í sem bestu horfinu þrátt fyrir allt. Þegar árunum fjölgar eru nefnilega verulegar líkur á því að sjónin taki að daprast. Við bregðumst oftast og flest við þessu með því að fara til augnlæknis og láta mæla sjónina, en í framhaldi af því liggur oftar en ekki fyrir að fjárfesta þurfi í gleraugum.
En núna hafa augnlæknar þróað aðferð til að bæta sjón a.m.k. karlmanna.
Þetta spjald ku hafa reynst mun betur og árangursríkara en það gamla með misstórum bókstöfum.