05.11.2007 14:03

Hljómsveitin með dónalega nafnið.

Hljómsveitin Sjálfsfróun kom fram á Rokk í Reykjavík.

412. Ég var að ferðalagi á netinu þegar ég datt inn á http://jensgud.blog.is en þar sá eg eftirfarandi pistil sem ég "tók mér að svolitlu láni."

Grófustu hljómsveitarnöfnin.
Ritstjórn bandaríska músíkblaðsins Rolling Stone hefur í samvinnu við lesendur sína tekið saman lista yfir ruddalegustu nöfn þekktra hljómsveita. Þegar ég renndi yfir þennan lista - sem er birtur hér fyrir neðan - varð mér hugsað til þess hvað nöfn íslenskra hljómsveita eru jafnan kurteisleg. Í fljótu bragði man ég þó eftir Morðingjunum, Gyllinæð og Haltri hóru. Nafn Höltu hórunnar var meira að segja heldur grófara áður en það var stytt. Langa útgáfan var Hölt hóra með kúk á brjóstunum.

En hér er listinn úr Rolling Stone:

1. Cattle Decapitation
2. Dahmer's Icebox
3. Alien Sex Fiend
4. Chainsaw Surgery
5. My Bloody Valentine
6. Southern Death Cult
7. Cannibal Corpse
8. Christian Death
9. Revolting Cocks
10. Black Sabbath
11. diSEMBOWELMENT
12. Necrocannibalistic Vomitorium
13. Dogs Die In Hot Cars
14. Throbbing Gristle
15. Carcass
16. Pig Destroyer
17. Nosferatu
18. Flesh Eaters
19. .And You Will Know Us By The Trail Of Dead

20. Hootie & The Blowfish

Guðríður "kommentaði." Hljómsveitin Sjálfsfróun var náttúrlega með svo gróft (dónalegt) nafn að hún mátti ekki auglýsa böll eða tónleika í Ríkisútvarpinu. Þeir breyttu um nafn bara fyrir auglýsingarnar og hétu þá Hljómsveitin Handriðið og Ísland hló, alla vega þeir sem skildu djókinn.

Ég man vel eftir þessu uppátæki strákanna þegar þeir tóku hina virðulegu stofnun RÚV. hreinlega í xxx með þessum hætti. Það stóð til að halda tónleika þar sem nokkrar af yngstu böndunum áttu að spila, og auðvitað varð að auglýsa uppákomuna. Þá brá svo við að RÚV neitaði að taka hana til birtingar ef hljómsveitarnafnið Sjálfsfróun yrði þar á meðal. Það var haldinn neyðarfundur um málið og ráðamönnum RÚV tilkynnt að hljómsveitarmeðlimir hefðu ákveðið að skipta um nafn og verða þannig við eðlilegum kröfum siðferðispostulanna hjá hinni virðulegu stofnun. Hljómsveitin skyldi eftirleiðis heita Handriðið. Það má vissulega velta því fyrir sér hver munurinn er en RÚV mönnum fannst ekkert aðfinnsluvert við hina nýju nafngift, allir voru sáttir og auglýsingin var marglesin eftir að sú breyting hafði verið gerð á henni.

Litlar upplýsingar er að finna á netinu um afrek hljómsveitarinnar. Líklega eru mestu heimildirnar að sjá og heyra í kvikmynd Friðriks Þórs Rokk í Reykjavík frá árinu 1982, þar sem bandið flytur þrjú lög. Lollipops, Antichrist og Sjálfsfróun.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 71
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1119
Gestir í gær: 165
Samtals flettingar: 496567
Samtals gestir: 54788
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 03:44:22
clockhere

Tenglar

Eldra efni